Flugumferðarstjórar vinna allt að fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. júní 2016 18:30 Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira