Innlent

Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni.

„Þetta er fullnaðarsigur fyrir borgina. Næst tekur við það við að brautinni verður lokað,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu 365.

Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins.

Samkvæmt dómi Hæstaréttar þarf íslenska ríkið að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi.

Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×