Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2016 11:54 Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. Vísir/Stefán Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira