Foreldrum ráðlagt að semja um dópskuldir barna sinna Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2016 10:38 Foreldrar fá misvísandi skilaboð frá lögreglu um hvernig bregðast skuli við vaxandi dópskuldum barna sinna. Faðir unglingsstúlku á Akureyri, sem Vísir ræddi við, er ráðþrota. Dóttir hans á táningsaldri er í fíkniefnaneyslu og umgengst stækkandi hóp ungmenna sem stunda grasreykingar. Nafn hans verður eðli máls samkvæmt ekki gefið upp. Hann segir að á fræðslufundi lögreglunnar á Akureyri, sem haldinn var 8. desember á síðasta ári, fyrir rúman tug foreldra sem eiga börn og táninga sem eru á þessu róli, hafi foreldrum verið ráðlagt að reyna að semja við þá sem höndla með þessi efni um vaxandi skuldir vegna kannabiskaupa.Ólöglegt að brjóta hnéskeljar dópsalaYfirlögregluþjónn á Akureyri er Daníel Guðjónsson og hann staðfestir að þetta sé djúpstæður vandi, sem snúi að hópi ungmenna, sem meta má að séu um tuttugu. Og sá vandi sé vaxandi. Faðirinn sem Vísir ræddi við segir að hann sé ráðþrota. Hann segir þetta, að semja við fíkniefnasala, stangist á við allt sem hann hefur heyrt um hvernig taka eigi á slíkri stöðu. Maðurinn sem um ræðir er harður í horn að taka og á fundinum spurði hann hvort ekki væri bara hægt að brjóta hnéskeljarnar á viðkomandi. En, þá var honum sagt að það væri ólöglegt. Hann vill meina að það sé líka ólöglegt að selja fíkniefni en lögreglan geri lítið í því.Dóttirin neitar að vera „snitch“Maðurinn segist hafa staðið dóttur sína að því að stela úr lyfjaskáp foreldra sinna, og selja lyf til að eiga fyrir grasi. Hann hefur boðist til að borga skuldir dóttur sinnar, og farið þá fram á að fá reikningsnúmer og kennitölu viðkomandi. Dóttir hans sá í gegnum fyrirætlanir mannsins, sem voru þær að ætla að fara með þær upplýsingar beint til lögreglunnar. Hún neitaði því og sagðist ekki vilja vera nein uppljóstrari eða „snitch“.Dóttirin lét faðir sinn ekki gabba sig til að gefa sér upp kennitölu grassalans, sem hún skuldar.Á téðum fundi, sem hér er vísað til var talað um að oft mætti ná þessum skuldum niður um helming ef um væri samið. Best væri að borga, ganga frá þessu og vonast til þess að krakkarnir losnuðu úr þessu neti. Faðirinn er ósáttur við þessa stöðu og segir óþolandi að vera með hendur bundnar, í raun sé fátt eitt hægt að gera annað en vona það besta.Raunsönn lýsing og vaxandi vandiÞegar þetta var borið undir Daníel yfirlögregluþjón sagði hann vel geta ímyndað sér að þetta sé raunsönn lýsing á stöðu mála. Og að þetta sé vaxandi vandamál. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Kannabisneysla í ákveðnum hópum hefur verið vaxandi undanfarin ár.“ Daníel kann ekki skýringar á því hvað veldur nema ef vera kynni aukin framleiðsla á maríjúana. „Við reynum að fylgjast með og taka sérstaklega fyrir stærri ræktanir og stærri einingar,“ segir Daníel og vísar til þess að fyrir mánuði stöðvaði lögreglan á Norðurlandi eystra kannabisræktun í gömlu einbýlishúsi á Grenivík sem hafði verið sérstaklega útbúið til ræktunar. Hald var lagt á 102 kannabisplöntur og tveir menn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir á staðnum. „Þetta er starfsemi sem er í fullum gangi og allstaðar,“ segir Daníel.Segist sjálfur sem foreldri ekki vilja borga dópskuldirEn, varðandi þær ráðleggingar til foreldra, að semja um dópskuldir fyrir hönd barna sinna? „Ég hef í sjálfu sér ekki myndað mér persónulega skoðun á því. Þeir sem eru að innheimta telja þetta viðskipti eins og hver önnur og sá sem kaupir eigi að borga eins og hverja aðra löglega hluti sem keyptir eru. Hvort að kaupandinn eigi á einhverjum tímapunkti að segja: ég borga ekki, ég hef ekki skoðun á því og veit ekki hvort hægt er að mæla með því.“ Daníel segir að sér sé ekki kunnugt um neina opinbera stefnu í þessum málum. Og þetta sé ákaflega snúið og erfitt viðureignar.Allstór hópur ungmenna á Akureyri stundar grasreykingar af nokkru kappi. Og skuldirnar hrannast upp.„Það er hægara sagt en gert að taka á þessu. Innheimtuaðgerðir verða harðari ef ekki er borgað. Hitt er svo annað mál að ég sem foreldri myndi aldrei borga svona skuldir fyrir mín börn. Þau yrðu að gjalda fyrir það sjálf. Það sem mér finnst vera vendipunktur. að einstaklingurinn sé þá ábyrgur fyrir eigin gerðum. En hins vegar eru skiptar skoðanir um það að sjálfsögðu.“Mikilvægt að brjóta upp mynstriðEn, um er að ræða ólögráða ungmenni sem þýðir að málið er snúið. Og prinsippin í þessu geta verið snúin þegar svo er. Daníel vill meina að þetta sé ekki vandamál sé bundið við Akureyri. „Þetta er allstaðar vandamál, kannski ekki meira hér en annars staðar. En heldur ekkert minna.“ Daníel segir að þetta megi finna í öllum litlu þorpunum í kring. Og það sé alltaf ákveðinn jaðarhópur sem leiðist út í þetta.En, um stöðu föðurins sem lýsir sig ráðþrota, er þetta þá bara eitthvað sem hann verður að lifa með? „Ég hef ekki skotheld ráð fyrir foreldra fíkniefnaneytenda. Erfitt er að alhæfa í því. En með því að borga endalaust eru menn að aðstoða viðkomandi við neysluna og einhvern tíma verður að brjóta upp mynstrið og hætta að styðja viðkomandi í því sem hann er að gera.“ Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Faðir unglingsstúlku á Akureyri, sem Vísir ræddi við, er ráðþrota. Dóttir hans á táningsaldri er í fíkniefnaneyslu og umgengst stækkandi hóp ungmenna sem stunda grasreykingar. Nafn hans verður eðli máls samkvæmt ekki gefið upp. Hann segir að á fræðslufundi lögreglunnar á Akureyri, sem haldinn var 8. desember á síðasta ári, fyrir rúman tug foreldra sem eiga börn og táninga sem eru á þessu róli, hafi foreldrum verið ráðlagt að reyna að semja við þá sem höndla með þessi efni um vaxandi skuldir vegna kannabiskaupa.Ólöglegt að brjóta hnéskeljar dópsalaYfirlögregluþjónn á Akureyri er Daníel Guðjónsson og hann staðfestir að þetta sé djúpstæður vandi, sem snúi að hópi ungmenna, sem meta má að séu um tuttugu. Og sá vandi sé vaxandi. Faðirinn sem Vísir ræddi við segir að hann sé ráðþrota. Hann segir þetta, að semja við fíkniefnasala, stangist á við allt sem hann hefur heyrt um hvernig taka eigi á slíkri stöðu. Maðurinn sem um ræðir er harður í horn að taka og á fundinum spurði hann hvort ekki væri bara hægt að brjóta hnéskeljarnar á viðkomandi. En, þá var honum sagt að það væri ólöglegt. Hann vill meina að það sé líka ólöglegt að selja fíkniefni en lögreglan geri lítið í því.Dóttirin neitar að vera „snitch“Maðurinn segist hafa staðið dóttur sína að því að stela úr lyfjaskáp foreldra sinna, og selja lyf til að eiga fyrir grasi. Hann hefur boðist til að borga skuldir dóttur sinnar, og farið þá fram á að fá reikningsnúmer og kennitölu viðkomandi. Dóttir hans sá í gegnum fyrirætlanir mannsins, sem voru þær að ætla að fara með þær upplýsingar beint til lögreglunnar. Hún neitaði því og sagðist ekki vilja vera nein uppljóstrari eða „snitch“.Dóttirin lét faðir sinn ekki gabba sig til að gefa sér upp kennitölu grassalans, sem hún skuldar.Á téðum fundi, sem hér er vísað til var talað um að oft mætti ná þessum skuldum niður um helming ef um væri samið. Best væri að borga, ganga frá þessu og vonast til þess að krakkarnir losnuðu úr þessu neti. Faðirinn er ósáttur við þessa stöðu og segir óþolandi að vera með hendur bundnar, í raun sé fátt eitt hægt að gera annað en vona það besta.Raunsönn lýsing og vaxandi vandiÞegar þetta var borið undir Daníel yfirlögregluþjón sagði hann vel geta ímyndað sér að þetta sé raunsönn lýsing á stöðu mála. Og að þetta sé vaxandi vandamál. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Kannabisneysla í ákveðnum hópum hefur verið vaxandi undanfarin ár.“ Daníel kann ekki skýringar á því hvað veldur nema ef vera kynni aukin framleiðsla á maríjúana. „Við reynum að fylgjast með og taka sérstaklega fyrir stærri ræktanir og stærri einingar,“ segir Daníel og vísar til þess að fyrir mánuði stöðvaði lögreglan á Norðurlandi eystra kannabisræktun í gömlu einbýlishúsi á Grenivík sem hafði verið sérstaklega útbúið til ræktunar. Hald var lagt á 102 kannabisplöntur og tveir menn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir á staðnum. „Þetta er starfsemi sem er í fullum gangi og allstaðar,“ segir Daníel.Segist sjálfur sem foreldri ekki vilja borga dópskuldirEn, varðandi þær ráðleggingar til foreldra, að semja um dópskuldir fyrir hönd barna sinna? „Ég hef í sjálfu sér ekki myndað mér persónulega skoðun á því. Þeir sem eru að innheimta telja þetta viðskipti eins og hver önnur og sá sem kaupir eigi að borga eins og hverja aðra löglega hluti sem keyptir eru. Hvort að kaupandinn eigi á einhverjum tímapunkti að segja: ég borga ekki, ég hef ekki skoðun á því og veit ekki hvort hægt er að mæla með því.“ Daníel segir að sér sé ekki kunnugt um neina opinbera stefnu í þessum málum. Og þetta sé ákaflega snúið og erfitt viðureignar.Allstór hópur ungmenna á Akureyri stundar grasreykingar af nokkru kappi. Og skuldirnar hrannast upp.„Það er hægara sagt en gert að taka á þessu. Innheimtuaðgerðir verða harðari ef ekki er borgað. Hitt er svo annað mál að ég sem foreldri myndi aldrei borga svona skuldir fyrir mín börn. Þau yrðu að gjalda fyrir það sjálf. Það sem mér finnst vera vendipunktur. að einstaklingurinn sé þá ábyrgur fyrir eigin gerðum. En hins vegar eru skiptar skoðanir um það að sjálfsögðu.“Mikilvægt að brjóta upp mynstriðEn, um er að ræða ólögráða ungmenni sem þýðir að málið er snúið. Og prinsippin í þessu geta verið snúin þegar svo er. Daníel vill meina að þetta sé ekki vandamál sé bundið við Akureyri. „Þetta er allstaðar vandamál, kannski ekki meira hér en annars staðar. En heldur ekkert minna.“ Daníel segir að þetta megi finna í öllum litlu þorpunum í kring. Og það sé alltaf ákveðinn jaðarhópur sem leiðist út í þetta.En, um stöðu föðurins sem lýsir sig ráðþrota, er þetta þá bara eitthvað sem hann verður að lifa með? „Ég hef ekki skotheld ráð fyrir foreldra fíkniefnaneytenda. Erfitt er að alhæfa í því. En með því að borga endalaust eru menn að aðstoða viðkomandi við neysluna og einhvern tíma verður að brjóta upp mynstrið og hætta að styðja viðkomandi í því sem hann er að gera.“
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira