Ríkislögreglustjóri kominn á samfélagsmiðla í tilefni af EM Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 19:02 Ríkislögreglustjórinn er með bláleita Facebook-síðu. Vísir Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is
Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04
Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00