Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:22 vísir/ernir Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15