Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2016 14:24 Peter Jonsson og Carl-Fredrik Arndt. mynd/linkedin/facebook Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal. Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal.
Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42