Bambi á forsíðu Glamour Ritstjórn skrifar 8. júní 2016 14:00 Júníblað Glamour er komið út og er að þessu sinni tileinkað ferðalögum enda sumarið tíminn til að bregða undir sig betri fætinum og njóta lífsins. Ástralska fyrirsætan Stephanie Northwood Blythe, betur þekkt undir nafninu Bambi, prýðir forsíðu Glamour þennan mánuðinn. Silja Magg myndaði fyrirsætuna en ásamt henni voru þær Anika Baldursdóttir, aðstoðartískuritstjóri Glamour, sem stíliseraði og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun. Bambi flaug hingað til lands og við fengum sólarhring með fyrirsætunni þar sem hún skottaðist um landið með Glamour-teyminu sem náði að fanga íslenska sumarstemmingu í fallegum myndaþætti. Inn í blaðinu kynnumst við svo ofurfyrirsætunni betur, sem hefur prýtt forsíður á öllum helstu tímaritum í heiminum, verið andlit Calvin Klein og gengið pallana fyrir Chanel og Balmain svo eitthvað sé nefnt. Sýnishorn af viðtalinu má sjá neðar í fréttinni. Blaðið er stútfullt af fjölbreyttu efni en að þessu sinni er fókusinn á að hvernig á að pakka ofaní ferðatöskuna fyrir fríið. Hvaða hluti áttu að taka með þér, bæði úr fataskápnum og hvað er ómissandi í snyrtibudduna. Einnig er að finna fræðandi umfjöllun um sólarvarnir (við verðum að passa okkur á geislunum - engar afsakanir og engar áhyggur, við verðum alveg brún, innlit á ævintýralegt heimili Sögu Sigurðardóttur og hvaða búðir þú átt að leita uppi í fríinu til að nálgast fallega hönnun á heimilið. Við skyggnumst inn í heim Tinder stefnumótaappsins, tölum við Steinda Jr. og kynnumst leikkonunni Heiðu Rún Sigurðardóttir betur. Baksviðs frá tökunum á Íslandi.Hver er Bambi?„Ég frétti að maður segði Bjambi á íslensku! En ég mundi segja að hún væri spennt! Spennt fyrir að upplifa lífið og ástina…“Hvernig líkaði þér Ísland – var þetta þín fyrsta heimsókn? „Ég hef komið einu sinni áður fyrir nokkrum árum. Þá var ég á bakpokaferðalagi og fór á Iceland Airwaves. Það var mjög skemmtilegt að koma hingað aftur, ég fékk að sjá fullt af stöðum, elskaði Bláa lónið og að hanga með Glamour-teyminu.“Gerðist eitthvað óvænt eða skemmtilegt í tökunni? „Það var svo gaman hvað þetta var fjölbreyttur dagur. Ég fékk að prufa og sjá svo marga hluti eins og íslenskt kaffihús, gista á fallegu hóteli, fara á bát yfir í Viðey, keyra fornbíl og fara í heita náttúrulaug! Þetta var mjög skemmtilegur dagur og gott að komast aðeins út úr stúdíóinu.“Hvað kom þér mest á óvart við Ísland? „Ég var mjög hissa á dagsbirtunni hérna, ég var búin að heyra af því en það var sérstakt að lenda klukkan eitt um nóttina og úti var eins og hábjartur dagur.“Ekki missa af Glamour! Á leiðinni í allar helstu verslanir og til áskrifenda - tryggðu þér áskrift hér, á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550. Júníblaðið er mætt og forsíðuna prýðir engin önnur er Bambi @bambilegit fallegum myndaþætti eftir @siljamagg Stílisti @anikabaldurs og hár/förðun eftir @fridamariasminka Ekki missa að þessari snilld sem er a leiðinni i verslanir núna #glamouriceland A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 8, 2016 at 2:56am PDT Airwaves Glamour Tíska Mest lesið Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Glæsileg barnahátíð um helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Fyrstu myndir frá Arket, nýjustu verslun H&M samsteypunnar Glamour Givenchy sýnir fyrir almenning Glamour Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Glamour
Júníblað Glamour er komið út og er að þessu sinni tileinkað ferðalögum enda sumarið tíminn til að bregða undir sig betri fætinum og njóta lífsins. Ástralska fyrirsætan Stephanie Northwood Blythe, betur þekkt undir nafninu Bambi, prýðir forsíðu Glamour þennan mánuðinn. Silja Magg myndaði fyrirsætuna en ásamt henni voru þær Anika Baldursdóttir, aðstoðartískuritstjóri Glamour, sem stíliseraði og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun. Bambi flaug hingað til lands og við fengum sólarhring með fyrirsætunni þar sem hún skottaðist um landið með Glamour-teyminu sem náði að fanga íslenska sumarstemmingu í fallegum myndaþætti. Inn í blaðinu kynnumst við svo ofurfyrirsætunni betur, sem hefur prýtt forsíður á öllum helstu tímaritum í heiminum, verið andlit Calvin Klein og gengið pallana fyrir Chanel og Balmain svo eitthvað sé nefnt. Sýnishorn af viðtalinu má sjá neðar í fréttinni. Blaðið er stútfullt af fjölbreyttu efni en að þessu sinni er fókusinn á að hvernig á að pakka ofaní ferðatöskuna fyrir fríið. Hvaða hluti áttu að taka með þér, bæði úr fataskápnum og hvað er ómissandi í snyrtibudduna. Einnig er að finna fræðandi umfjöllun um sólarvarnir (við verðum að passa okkur á geislunum - engar afsakanir og engar áhyggur, við verðum alveg brún, innlit á ævintýralegt heimili Sögu Sigurðardóttur og hvaða búðir þú átt að leita uppi í fríinu til að nálgast fallega hönnun á heimilið. Við skyggnumst inn í heim Tinder stefnumótaappsins, tölum við Steinda Jr. og kynnumst leikkonunni Heiðu Rún Sigurðardóttir betur. Baksviðs frá tökunum á Íslandi.Hver er Bambi?„Ég frétti að maður segði Bjambi á íslensku! En ég mundi segja að hún væri spennt! Spennt fyrir að upplifa lífið og ástina…“Hvernig líkaði þér Ísland – var þetta þín fyrsta heimsókn? „Ég hef komið einu sinni áður fyrir nokkrum árum. Þá var ég á bakpokaferðalagi og fór á Iceland Airwaves. Það var mjög skemmtilegt að koma hingað aftur, ég fékk að sjá fullt af stöðum, elskaði Bláa lónið og að hanga með Glamour-teyminu.“Gerðist eitthvað óvænt eða skemmtilegt í tökunni? „Það var svo gaman hvað þetta var fjölbreyttur dagur. Ég fékk að prufa og sjá svo marga hluti eins og íslenskt kaffihús, gista á fallegu hóteli, fara á bát yfir í Viðey, keyra fornbíl og fara í heita náttúrulaug! Þetta var mjög skemmtilegur dagur og gott að komast aðeins út úr stúdíóinu.“Hvað kom þér mest á óvart við Ísland? „Ég var mjög hissa á dagsbirtunni hérna, ég var búin að heyra af því en það var sérstakt að lenda klukkan eitt um nóttina og úti var eins og hábjartur dagur.“Ekki missa af Glamour! Á leiðinni í allar helstu verslanir og til áskrifenda - tryggðu þér áskrift hér, á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550. Júníblaðið er mætt og forsíðuna prýðir engin önnur er Bambi @bambilegit fallegum myndaþætti eftir @siljamagg Stílisti @anikabaldurs og hár/förðun eftir @fridamariasminka Ekki missa að þessari snilld sem er a leiðinni i verslanir núna #glamouriceland A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 8, 2016 at 2:56am PDT
Airwaves Glamour Tíska Mest lesið Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Glæsileg barnahátíð um helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Fyrstu myndir frá Arket, nýjustu verslun H&M samsteypunnar Glamour Givenchy sýnir fyrir almenning Glamour Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Glamour