Þær Chelsea Fairess og Lauren Garroni hafa stofnað stórskemmtilegan Instagramreikning sem nefnist Every outfit on SATC, þar sem þær kortleggja hvert einasta dress sem stöllurnar klæddust í þáttunum. Mjög gaman að fara yfir þetta, sumt fallegra en annað, og eru myndatextarnir sem þær setja við líka gaman að lesa.
Við mælum með að fylgjast þessum - og fá smá nostalgíukast yfir Carrie og vinkonum.