Assad heitir því að endurheimta „hverja tommu“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 10:30 Bashar al-Assad á þinginu eftir ræðu sína. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira