Silfra á kafi í köfurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2016 06:00 VÍSIR/VILHELM Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira