Erlent

Clinton tryggir sér sigurinn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hillary Clinton hefur tryggt sér meirihluta á landsþinginu í næsta mánuði.
Hillary Clinton hefur tryggt sér meirihluta á landsþinginu í næsta mánuði. Fréttablaðið/EPA
Hillary Clinton hafði tryggt sér útnefningu Demókrataa­flokksins áður en forkosningar voru haldnar í sex ríkjum Bandaríkjanna í gær.

Bandaríska fréttastofan Assoc­iated Press lýsti þessu yfir á mánudagskvöld.

Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, hafði þó lýst því yfir að hann muni halda áfram baráttunni, enda hafi Clinton ekki meirihluta þeirra landsþingsfulltrúa sem skuldbundnir eru til að greiða henni atkvæði sitt á landsfundi flokksins í lok júlí.

Samkvæmt AP hafa þó það margir óskuldbundnir fulltrúar lýst yfir stuðningi við hana, að samtals er hún örugg með að hljóta útnefninguna.

Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×