Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2016 23:09 Myndin sýnir fyrirhugaða staðsetningu verksmiðjunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Silicor Materials, Skipulagsstofnunar og íslenska ríkisins í máli sem landeigenda í Hvalfirði gegn aðilunum. Deila aðila snýst um það hvort fyrirhuguð framkvæmd fyrirtækisins við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat.Sjá einnig:Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Silicor Materials stefnir að því að reisa um 100.000 fermetra verksmiðju á Grundartanga sem áætlað er að geti framleitt um 16.000 tonn af sólarkísil á ári hverju. Sólarkísilinn yrði síðar notaður til að smíða sólarrafhlöður. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni,“ sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars á þessu ári. Það hefur verið mat fyrirtækisins og Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að skaða sitt nánasta umhverfi en landeigendur í kring hafa ekki fallist á það.Sjá einnig:Vilja hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust „Krafan um frávísun í þessu máli var tilraun þessa fyrirtækis til að forðast það að svara fyrir þessa framkvæmd fyrir dómi. Sú tilraun mistókst. Hér er verið að byggja stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem mun framleiða áður óþekkt magn af hrámálm með byltingarkenndum nýjum aðferðum. Hér eru einstaklingar, bændur, og ferðaþjónustuaðilar, venjulegt fólk og fjölskyldur að leita réttar síns gagnvart tilrauna stóriðju í bakgarði sínum,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður við Vísi. Hún flutti málið fyrir hönd landeigenda. Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu í tveimur tilfellum. Annars vegar í tilfelli Kjósarhrepps þar sem ekki lágu fyrir gögn sem sýndu fram á eignarhald hreppsins á fasteignum sem gætu orðið fyrir áhrifum vegna verksmiðjunnar. Hitt tilvikið varðaði náttúruverndarfélagið Umhverfisvaktina við Hvalfjörð sem ekki var talið eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að auki kom félagið ekki að málinu við ákvörðun Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað var að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast á þessu ári og að hún yrði tilbúin árið 2018. Ljóst er að það mun dragast á langinn á meðan endanleg niðurstaða fæst um hvort nauðsynlegt sé að umhverfismat fari fram. Tengdar fréttir Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42 Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Silicor Materials, Skipulagsstofnunar og íslenska ríkisins í máli sem landeigenda í Hvalfirði gegn aðilunum. Deila aðila snýst um það hvort fyrirhuguð framkvæmd fyrirtækisins við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat.Sjá einnig:Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Silicor Materials stefnir að því að reisa um 100.000 fermetra verksmiðju á Grundartanga sem áætlað er að geti framleitt um 16.000 tonn af sólarkísil á ári hverju. Sólarkísilinn yrði síðar notaður til að smíða sólarrafhlöður. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni,“ sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars á þessu ári. Það hefur verið mat fyrirtækisins og Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að skaða sitt nánasta umhverfi en landeigendur í kring hafa ekki fallist á það.Sjá einnig:Vilja hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust „Krafan um frávísun í þessu máli var tilraun þessa fyrirtækis til að forðast það að svara fyrir þessa framkvæmd fyrir dómi. Sú tilraun mistókst. Hér er verið að byggja stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem mun framleiða áður óþekkt magn af hrámálm með byltingarkenndum nýjum aðferðum. Hér eru einstaklingar, bændur, og ferðaþjónustuaðilar, venjulegt fólk og fjölskyldur að leita réttar síns gagnvart tilrauna stóriðju í bakgarði sínum,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður við Vísi. Hún flutti málið fyrir hönd landeigenda. Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu í tveimur tilfellum. Annars vegar í tilfelli Kjósarhrepps þar sem ekki lágu fyrir gögn sem sýndu fram á eignarhald hreppsins á fasteignum sem gætu orðið fyrir áhrifum vegna verksmiðjunnar. Hitt tilvikið varðaði náttúruverndarfélagið Umhverfisvaktina við Hvalfjörð sem ekki var talið eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að auki kom félagið ekki að málinu við ákvörðun Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað var að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast á þessu ári og að hún yrði tilbúin árið 2018. Ljóst er að það mun dragast á langinn á meðan endanleg niðurstaða fæst um hvort nauðsynlegt sé að umhverfismat fari fram.
Tengdar fréttir Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42 Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35
Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16
Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30
Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08