Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2016 23:09 Myndin sýnir fyrirhugaða staðsetningu verksmiðjunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Silicor Materials, Skipulagsstofnunar og íslenska ríkisins í máli sem landeigenda í Hvalfirði gegn aðilunum. Deila aðila snýst um það hvort fyrirhuguð framkvæmd fyrirtækisins við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat.Sjá einnig:Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Silicor Materials stefnir að því að reisa um 100.000 fermetra verksmiðju á Grundartanga sem áætlað er að geti framleitt um 16.000 tonn af sólarkísil á ári hverju. Sólarkísilinn yrði síðar notaður til að smíða sólarrafhlöður. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni,“ sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars á þessu ári. Það hefur verið mat fyrirtækisins og Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að skaða sitt nánasta umhverfi en landeigendur í kring hafa ekki fallist á það.Sjá einnig:Vilja hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust „Krafan um frávísun í þessu máli var tilraun þessa fyrirtækis til að forðast það að svara fyrir þessa framkvæmd fyrir dómi. Sú tilraun mistókst. Hér er verið að byggja stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem mun framleiða áður óþekkt magn af hrámálm með byltingarkenndum nýjum aðferðum. Hér eru einstaklingar, bændur, og ferðaþjónustuaðilar, venjulegt fólk og fjölskyldur að leita réttar síns gagnvart tilrauna stóriðju í bakgarði sínum,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður við Vísi. Hún flutti málið fyrir hönd landeigenda. Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu í tveimur tilfellum. Annars vegar í tilfelli Kjósarhrepps þar sem ekki lágu fyrir gögn sem sýndu fram á eignarhald hreppsins á fasteignum sem gætu orðið fyrir áhrifum vegna verksmiðjunnar. Hitt tilvikið varðaði náttúruverndarfélagið Umhverfisvaktina við Hvalfjörð sem ekki var talið eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að auki kom félagið ekki að málinu við ákvörðun Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað var að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast á þessu ári og að hún yrði tilbúin árið 2018. Ljóst er að það mun dragast á langinn á meðan endanleg niðurstaða fæst um hvort nauðsynlegt sé að umhverfismat fari fram. Tengdar fréttir Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42 Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Silicor Materials, Skipulagsstofnunar og íslenska ríkisins í máli sem landeigenda í Hvalfirði gegn aðilunum. Deila aðila snýst um það hvort fyrirhuguð framkvæmd fyrirtækisins við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat.Sjá einnig:Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Silicor Materials stefnir að því að reisa um 100.000 fermetra verksmiðju á Grundartanga sem áætlað er að geti framleitt um 16.000 tonn af sólarkísil á ári hverju. Sólarkísilinn yrði síðar notaður til að smíða sólarrafhlöður. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni,“ sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars á þessu ári. Það hefur verið mat fyrirtækisins og Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að skaða sitt nánasta umhverfi en landeigendur í kring hafa ekki fallist á það.Sjá einnig:Vilja hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust „Krafan um frávísun í þessu máli var tilraun þessa fyrirtækis til að forðast það að svara fyrir þessa framkvæmd fyrir dómi. Sú tilraun mistókst. Hér er verið að byggja stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem mun framleiða áður óþekkt magn af hrámálm með byltingarkenndum nýjum aðferðum. Hér eru einstaklingar, bændur, og ferðaþjónustuaðilar, venjulegt fólk og fjölskyldur að leita réttar síns gagnvart tilrauna stóriðju í bakgarði sínum,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður við Vísi. Hún flutti málið fyrir hönd landeigenda. Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu í tveimur tilfellum. Annars vegar í tilfelli Kjósarhrepps þar sem ekki lágu fyrir gögn sem sýndu fram á eignarhald hreppsins á fasteignum sem gætu orðið fyrir áhrifum vegna verksmiðjunnar. Hitt tilvikið varðaði náttúruverndarfélagið Umhverfisvaktina við Hvalfjörð sem ekki var talið eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að auki kom félagið ekki að málinu við ákvörðun Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað var að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast á þessu ári og að hún yrði tilbúin árið 2018. Ljóst er að það mun dragast á langinn á meðan endanleg niðurstaða fæst um hvort nauðsynlegt sé að umhverfismat fari fram.
Tengdar fréttir Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42 Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35
Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16
Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30
Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08