Strandferðir harma virðingarleysið sem mennirnir þrír sýndu í Hornvík Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2016 20:20 Rúnar Karlsson er ferðaþjónustuaðili á svæðinu sem kom að mönnunum og birti myndir af aðkomunni á Facebook. Á myndinni er starfsmaður fyrirtækis hans Borea Adventures en fyrirtækið furðar sig á athæfi mannanna. Vísir/Rúnar Karlsson „Við lýsum megnustu skömm á þeirri aðkomu sem við blasti þegar komið var að sækja mennina enda er hún óafsakanleg og samræmist á engan hátt þeim gildum sem fyrirtæki okkar vill standa fyrir.“ Þetta segir í tilkynningu frá Strandferðum en fyrirtækið gerir út bátinn Solomon Sig sem flutti mennina þrjá til Hornvíkur sem vakið hafa athygli í dag sökum slæmrar umgengni og ólöglegra veiða. Fyrirtækið tilkynnti ekki um komu mannanna í friðlandið líkt og krafa er gerð um. Eins og fram kom í frétt Vísis í dag var ferðalag mannanna ekki á vegum Strandferða. Allur vafi er tekinn af um þetta með tilkynningu frá Strandferðum sem barst fréttastofu í kvöld en þar leggur fyrirtækið áherslu á að athæfi mannanna endurspegli virðingarleysi í garð náttúrunnar.Mistökin fólust í að láta hjá líða að tilkynna um komu mannanna „Vegna fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur um umgengni þriggja manna í Hornvík um síðustu helgi viljum við sem gerum út bátinn Salomon Sig taka fram að ferðalag þessara manna var ekki á vegum Strandferða að öðru leyti en því að við fluttum þá til Hornvíkur og sóttum þá viku síðar eins og um hafði verið samið,“ segir í tilkynningunni. Ferðin var sú fyrsta sem Strandferðir fara á þessu vori með farþega í Hornvík. „Meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu og óheimilt er að nota neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar nema í neyð,“ útskýra Strandferðir en mennirnir dvöldu í skýlinu í leyfisleysi. „Um svipað leyti og farþegarnir voru sóttir kom annar bátur fyrirtækisins, einnig á vettvang en sá bátur var í einkaerindum og tengdist ekki þessu verkefni Strandferða. Starfsfólk Strandferða harmar það virðingarleysi gagnvart náttúrunni og neyðarbúnaði á staðnum sem framkoma þessara manna endurspeglar og að fyrirtækið hafi að ósekju verið bendlað við þetta athæfi. Okkar mistök fólust hins vegar í því að tilkynna ekki um flutning mannanna í friðlandið en fram til 15. júní ber að tilkynna allar slíkar ferðir til Ísafjarðarbæ. Gerðar hafa verið ráðstafanir hjá Strandferðum til að slík mistök endurtaki sig ekki.“ Tengdar fréttir Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
„Við lýsum megnustu skömm á þeirri aðkomu sem við blasti þegar komið var að sækja mennina enda er hún óafsakanleg og samræmist á engan hátt þeim gildum sem fyrirtæki okkar vill standa fyrir.“ Þetta segir í tilkynningu frá Strandferðum en fyrirtækið gerir út bátinn Solomon Sig sem flutti mennina þrjá til Hornvíkur sem vakið hafa athygli í dag sökum slæmrar umgengni og ólöglegra veiða. Fyrirtækið tilkynnti ekki um komu mannanna í friðlandið líkt og krafa er gerð um. Eins og fram kom í frétt Vísis í dag var ferðalag mannanna ekki á vegum Strandferða. Allur vafi er tekinn af um þetta með tilkynningu frá Strandferðum sem barst fréttastofu í kvöld en þar leggur fyrirtækið áherslu á að athæfi mannanna endurspegli virðingarleysi í garð náttúrunnar.Mistökin fólust í að láta hjá líða að tilkynna um komu mannanna „Vegna fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur um umgengni þriggja manna í Hornvík um síðustu helgi viljum við sem gerum út bátinn Salomon Sig taka fram að ferðalag þessara manna var ekki á vegum Strandferða að öðru leyti en því að við fluttum þá til Hornvíkur og sóttum þá viku síðar eins og um hafði verið samið,“ segir í tilkynningunni. Ferðin var sú fyrsta sem Strandferðir fara á þessu vori með farþega í Hornvík. „Meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu og óheimilt er að nota neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar nema í neyð,“ útskýra Strandferðir en mennirnir dvöldu í skýlinu í leyfisleysi. „Um svipað leyti og farþegarnir voru sóttir kom annar bátur fyrirtækisins, einnig á vettvang en sá bátur var í einkaerindum og tengdist ekki þessu verkefni Strandferða. Starfsfólk Strandferða harmar það virðingarleysi gagnvart náttúrunni og neyðarbúnaði á staðnum sem framkoma þessara manna endurspeglar og að fyrirtækið hafi að ósekju verið bendlað við þetta athæfi. Okkar mistök fólust hins vegar í því að tilkynna ekki um flutning mannanna í friðlandið en fram til 15. júní ber að tilkynna allar slíkar ferðir til Ísafjarðarbæ. Gerðar hafa verið ráðstafanir hjá Strandferðum til að slík mistök endurtaki sig ekki.“
Tengdar fréttir Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42