Lífið

72 ný emoji-tákn bætast við á næstunni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hluti þeirra tákna sem þú gætir séð eftir rúmar tvær vikur.
Hluti þeirra tákna sem þú gætir séð eftir rúmar tvær vikur.
Aðdáendur emoji-karlanna geta glaðst því eftir tvær vikur rúmar, þann 21. júní næstkomandi, munu 72 nýir slíkir líta dagsins ljós. Fjallað er um málið á vef BBC.

Meðal nýrra tákna sem gerð verða aðgengileg eru lárpera, beikon, kebab, baguette, kiwi, nashyrningur, trúður, hnerrandi karl og ólétt kona.

Það verður þó einhver bið þar til að nýju táknin mæta í stýrikerfi notenda þar sem að forritarar heimsins munu þurfa að bæta þeim við núverandi lyklaborð.

Ekki hefur enn verið upplýst um hvernig nýju táknin líta út en áhugasamir notendur hafa tekið saman líklegar útgáfur.


Tengdar fréttir

Sex milljarðar tákna á hverjum degi

Myndmálið hjálpar til við að leggja áherslu á mál okkar, segir kona sem skoðaði táknin sem samskiptatæki í lokaritgerð í grafískri hönnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×