Forsetinn og hugsjónirnar Viðar Hreinsson skrifar 6. júní 2016 16:23 Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Viðar Hreinsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar