Lífið

Segir sögur með timbri

Starri Freyr Jónsson skrifar
,,Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann,“ segir Örn Hackert. Veggurinn er hans verk.
,,Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann,“ segir Örn Hackert. Veggurinn er hans verk. MYND/STEFÁN
Örn Hackert hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli fyrir verk sín en hann endurvinnur m.a. gamlan við og gefur honum nýtt líf í ýmsu formi.

Meðal þess sem Örn hefur hannað og smíðað undan­farin ár eru hillur, veggir, mynda­rammar, bakkar og ýmsar stærðir og gerðir af borðum.

Öll borðin á nýjum veitingastað í borginni eru skreytt andlitum frægra einstaklinga.MYND/STEFÁN
Skemmtileg verkefni

Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá Erni. Nýlega smíðaði hann innréttingar fyrir nýjan veitingastað í Borgartúni í Reykjavík sem var virkilega skemmtilegt verkefni að eigin sögn.

„Þar er m.a. stór veggur sem ég fékk að hanna eftir eigin höfði en þar notaði ég alls konar timbur. Borðin á staðnum eru líka skreytt andlitsmyndum af frægum þannig að það er virkilega skemmtileg upplifum að koma þarna þótt ég segi sjálfur frá.

Ég kom einnig að stækkun og breytingum á Greifanum Barber­shop í Reykjavík þar sem hugurinn fékk að vera alveg frjáls, ótrúlega skemmtilegt verkefni líka.“

Timbur í uppáhaldi

Af ýmsu hráefni sem hann vinnur með er timbur í uppáhaldi.

„Það er hægt að vinna svo mikið með timbur í alls konar útfærslum. Reyndar finnst mér oft að hægt sé að segja sögur með timbrinu. Ég er þó alls ekki fastur í því. Öll hráefni heilla mig en bara á ólíkan hátt.“

Verkefnin eru fjölbreytt enda fátt sem ekki vekur áhuga hans að eigin sögn. 

Voldugt afgreiðsluborð úr gömlum viði.MYND/STEFÁN
„Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann. Sem dæmi þá hef ég unnið mikið með flotuð gólf sem var að verða frekar einhæft. Því vildi ég finna eitthvað sem myndi grípa gólfið og ákvað að mála nokkurs konar mottu á það. Ég sótti innblásturinn í dýraríkið og varð svarti pardusinn fyrir valinu. Einnig bjó ég til munstur utan um pardusinn sem verður til þess að rýmið virkar betur sem ein heild.“



Næg verkefni framundan

Ýmis spennandi verkefni eru fram undan hjá Erni.

„Nú er ég t.d. að vinna með húðflúrurum við að setja upp nýja tattústofu. Þar verður afgreiðsluborðið sérstaklega flott eða nokkurs konar stæða af trjádrumbum. Þá var ég að eignast gám sem mig langar að breyta í færanlega íbúð. Svo er á stefnuskránni að klára að smíða borðstofuborð sem ég teiknaði fyrir einu ári. 



Hönnun Arnar má sjá á Facebook.

Gamall skenskur sem Örn breytti í vaskaðstöðu á hárgreiðslustofu. Sérstakur og flottur gripur sem vekur athygli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×