Hvaða frambjóðandi er flottastur í tauinu? „Virðist vera nóg pláss fyrir Hannes Hólmstein ofan í þeim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2016 10:30 Allir mjög snyrtilegir vísir/halla Fréttablaðið og Vísir fékk til liðs við sig tvo sérfræðinga til að metat fatastíl þeirra sem bjóða sig fram til embættis forseta um þessar mundir. Þeir eru Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, og Haukur Bragason, sérfræðingur í herratísku.Sérfræðingarnir eru Álfrún Pálsdóttir og Haukur Bragason.Álfrún Pálsdóttir þekkir tískuna betur en flestir og fór yfir fatastíl allra frambjóðenda.Andri „Hann hefur borið af í klæðaburði karlkyns frambjóðenda hingað til og verið að vinna með dökkblátt og brúnt í samsetningum. Smekklegur og snyrtilegur með smá trendívafi, eins og sést á þessari mynd þar sem svartar þröngar buxur og teinóttur jakki eru pöruð saman. Hann er annaðhvort með puttana á púlsinum í þessum málum eða góða ráðgjafa sér við hlið.“Ástþór „Hann fer hefðbundnar leiðir í fatavali. Jakkaföt í klassískum lit, hvít skyrta og ljósblátt bindi. I rauninni lítið um þetta að segja, frekar fyrirsjáanlegt en ég mundi hins vegar ráðleggja honum að stytta buxurnar um nokkra sentimetra til að koma í veg fyrir að skálmarnar krumpist við skóna.“Sturla „Þarna er verið að vinna með bjarta liti, ljós jakkaföt og bleikfjólublátt bindi. Það er bjart yfir Sturlu á þessari mynd og nýbónuðu skórnir kóróna heildarútkomuna. Ég hefði kannski ráðlagt honum að hneppa ekki jakkanum.“Davíð „Hér er ekki verið að taka neina áhættu í fatavali þó að bindið skeri sig vissulega úr. Breiðari týpan varð fyrir valinu og munstrið glaðlegt. Tónar vel við ljósbláa litinn á skyrtunni. Beltið fyrir ofan buxnastrenginn er svo kannski nýtt trend, þekki það ekki, en það er eitthvað sem stingur í stúf á annars hefðbundnum jakkafataklæðaburði Davíðs.“Ástþór, Elísabet og Andri.vísir/hallaGuðni „Eins og Andri hefur Guðni pælt í smáatriðum í klæðaburði sínum. Jakkafötin eru hefðbundin en þó með nútímalegu ívafi, vel sniðin og buxurnar í réttri sídd. Skórnir eru í stíl við beltið sem er svo punkturinn yfir i-ið. Ég er ekki frá því að hann sé með sjálfan Obama sem tískufyrirmynd, það er ekki verra.“Halla „Halla er með nýjustu strauma og stefnur á hreinu í fatavali sínu, það er alveg á hreinu þó að hún fari ekki yfir strikið. Sumarleg í björtum litum sem fara henni vel og svo finnst mér að skófatnaðurinn eigi að fá aukaprik í kladdann. Flott að velja flatbotna lakkskó.“Guðrún „Það er svo sem ekki hægt að hafa mörg orð um fataval Guðrúnar annað en að það er hversdagslegt. Aðrir skór og kannski hálsmen myndu strax gera örlítið hátíðlegra yfirbragð.“ Guðni, Sturla Hildur.vísir/hallaHildur „Snyrtilegt og glaðlegt. Skemmtilegt að velja flík í lit eins og rauð peysa við munstrað pilsið. Skórnir og sokkabuxurnar renna svolítið saman í eitt svo mögulega hefðu léttari skór verið skynsamlegri ákvörðun. Hálsmenið kórónar þetta svo.“Elísabet „Það komast fáir með tærnar þar sem Elísabet er með hælana, ekki heldur í fatavali. Veit ekki um neinn annan en hana sem mundi komast upp með að vera í lopapeysu, æfingabuxum og bleikum strigaskóm í forsetaframboði. En hún gerir það. Mér verður svo starsýnt á hringinn sem hún ber á annarri hendinni – fallegur.“Haukur Bragason fór yfir karlmennina sem eru í framboði að þessu sinni. Hann hefur tjáð sig mikið um tísku stjórnmálamanna á samskiptamiðlinum Twitter en þar gengur hann undir nafninu @Sentilmennid.5. sæti: Davíð „Vá, hvar á ég að byrja? Davíð getur mun betur en þetta. Það fyrsta sem maður rekur augun í er þetta bindi sem er það breitt að það minnir helst á trúðabindi. Það er engan veginn það versta, því næst tekur maður eftir því að beltið hvílir ofan á buxnastrengnum. Ég þarf vonandi ekki að segja fólki að það sé ekki hugmyndin. Buxurnar eru síðan það víðar að það virðist vera nóg pláss fyrir Hannes Hólmstein ofan í þeim líka.“4. sæti: Sturla „Ég er bara ekki frá því að Sturla sé í fötum af Ástþóri. Jakkinn er alltof stór og svo ermasíður að hendurnar rétt gægjast út úr. Skyrtukraginn er of stór og bindishnúturinn stálheiðarlegur vörubílstjórahnútur. Svartir skór hafa ekki verið „leyfðir“ við svona föt síðasta áratuginn eða svo og það væri alveg eftir því að finna hvíta íþróttasokka þarna undir. Sturla er þó að reyna og það er virðingarvert, hann þyrfti bara einhvern til að fara með sér í gegnum grunnatriðin.“Davíð, Guðrún og HallaVísir/halla3. sæti: Ástþór „Ástþór tekur gamla stílinn á þetta. Það er ekkert að því, en þetta er ekki áhugavert að mínu mati. Það er mikill munur á því að vera í jakkafötum af skyldurækni og að vera í jakkafötum sem gera eitthvað fyrir þig. Sniðið er víðara og buxurnar síðari en gengur og gerist í dag, skórnir og bindið heldur gamaldags og þó að Windsor-bindishnúturinn sé auðvitað klassískur væri gaman að sjá eitthvað annað öðru hvoru. Jakkinn er stór og gleypir skyrtukragann og bindið í sig, fyrir utan að vera ansi ermasíður.“2. sæti: Andri „Andri Snær er nær alltaf flottur í tauinu og með heldur frjálslegri stíl en aðrir frambjóðendur. Þetta er þó kannski ekki hans besti dagur. Góð skyrta, flottur bindishnútur og fínir skór. Hins vegar er jakkinn greinilega ekki stakur jakki heldur úr jakkafatasetti og passar ekki nógu vel við þessar svörtu hversdagslegu buxur. Það er sérlega pínlegt að sjá vasaflipann ofan í vasanum öðrum megin og hálfan upp úr hinum megin, en jakkinn passar á hann og það er meira en hægt er að segja um flesta keppinautana.“1. sæti: Guðni „Virkilega falleg jakkaföt sem Guðni er í. Þarna erum við með nútímalegt snið og góðar síddir. Beltið er áberandi flott og passar vel við skóna. Bindissíddin er í það stysta en sleppur til og bindishnútarnir alltaf að verða betri hjá honum. Hann þyrfti þó að girða skyrtuna betur. Guðni er ekki vanur því að ganga í formlegum klæðnaði en það hefur verið gaman að fylgjast með honum læra og temja sér stíl sem er strax orðinn áhugaverðari en hjá flestum þeirra sem hafa gengið í jakkafötum áratugum saman.“ Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir fékk til liðs við sig tvo sérfræðinga til að metat fatastíl þeirra sem bjóða sig fram til embættis forseta um þessar mundir. Þeir eru Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, og Haukur Bragason, sérfræðingur í herratísku.Sérfræðingarnir eru Álfrún Pálsdóttir og Haukur Bragason.Álfrún Pálsdóttir þekkir tískuna betur en flestir og fór yfir fatastíl allra frambjóðenda.Andri „Hann hefur borið af í klæðaburði karlkyns frambjóðenda hingað til og verið að vinna með dökkblátt og brúnt í samsetningum. Smekklegur og snyrtilegur með smá trendívafi, eins og sést á þessari mynd þar sem svartar þröngar buxur og teinóttur jakki eru pöruð saman. Hann er annaðhvort með puttana á púlsinum í þessum málum eða góða ráðgjafa sér við hlið.“Ástþór „Hann fer hefðbundnar leiðir í fatavali. Jakkaföt í klassískum lit, hvít skyrta og ljósblátt bindi. I rauninni lítið um þetta að segja, frekar fyrirsjáanlegt en ég mundi hins vegar ráðleggja honum að stytta buxurnar um nokkra sentimetra til að koma í veg fyrir að skálmarnar krumpist við skóna.“Sturla „Þarna er verið að vinna með bjarta liti, ljós jakkaföt og bleikfjólublátt bindi. Það er bjart yfir Sturlu á þessari mynd og nýbónuðu skórnir kóróna heildarútkomuna. Ég hefði kannski ráðlagt honum að hneppa ekki jakkanum.“Davíð „Hér er ekki verið að taka neina áhættu í fatavali þó að bindið skeri sig vissulega úr. Breiðari týpan varð fyrir valinu og munstrið glaðlegt. Tónar vel við ljósbláa litinn á skyrtunni. Beltið fyrir ofan buxnastrenginn er svo kannski nýtt trend, þekki það ekki, en það er eitthvað sem stingur í stúf á annars hefðbundnum jakkafataklæðaburði Davíðs.“Ástþór, Elísabet og Andri.vísir/hallaGuðni „Eins og Andri hefur Guðni pælt í smáatriðum í klæðaburði sínum. Jakkafötin eru hefðbundin en þó með nútímalegu ívafi, vel sniðin og buxurnar í réttri sídd. Skórnir eru í stíl við beltið sem er svo punkturinn yfir i-ið. Ég er ekki frá því að hann sé með sjálfan Obama sem tískufyrirmynd, það er ekki verra.“Halla „Halla er með nýjustu strauma og stefnur á hreinu í fatavali sínu, það er alveg á hreinu þó að hún fari ekki yfir strikið. Sumarleg í björtum litum sem fara henni vel og svo finnst mér að skófatnaðurinn eigi að fá aukaprik í kladdann. Flott að velja flatbotna lakkskó.“Guðrún „Það er svo sem ekki hægt að hafa mörg orð um fataval Guðrúnar annað en að það er hversdagslegt. Aðrir skór og kannski hálsmen myndu strax gera örlítið hátíðlegra yfirbragð.“ Guðni, Sturla Hildur.vísir/hallaHildur „Snyrtilegt og glaðlegt. Skemmtilegt að velja flík í lit eins og rauð peysa við munstrað pilsið. Skórnir og sokkabuxurnar renna svolítið saman í eitt svo mögulega hefðu léttari skór verið skynsamlegri ákvörðun. Hálsmenið kórónar þetta svo.“Elísabet „Það komast fáir með tærnar þar sem Elísabet er með hælana, ekki heldur í fatavali. Veit ekki um neinn annan en hana sem mundi komast upp með að vera í lopapeysu, æfingabuxum og bleikum strigaskóm í forsetaframboði. En hún gerir það. Mér verður svo starsýnt á hringinn sem hún ber á annarri hendinni – fallegur.“Haukur Bragason fór yfir karlmennina sem eru í framboði að þessu sinni. Hann hefur tjáð sig mikið um tísku stjórnmálamanna á samskiptamiðlinum Twitter en þar gengur hann undir nafninu @Sentilmennid.5. sæti: Davíð „Vá, hvar á ég að byrja? Davíð getur mun betur en þetta. Það fyrsta sem maður rekur augun í er þetta bindi sem er það breitt að það minnir helst á trúðabindi. Það er engan veginn það versta, því næst tekur maður eftir því að beltið hvílir ofan á buxnastrengnum. Ég þarf vonandi ekki að segja fólki að það sé ekki hugmyndin. Buxurnar eru síðan það víðar að það virðist vera nóg pláss fyrir Hannes Hólmstein ofan í þeim líka.“4. sæti: Sturla „Ég er bara ekki frá því að Sturla sé í fötum af Ástþóri. Jakkinn er alltof stór og svo ermasíður að hendurnar rétt gægjast út úr. Skyrtukraginn er of stór og bindishnúturinn stálheiðarlegur vörubílstjórahnútur. Svartir skór hafa ekki verið „leyfðir“ við svona föt síðasta áratuginn eða svo og það væri alveg eftir því að finna hvíta íþróttasokka þarna undir. Sturla er þó að reyna og það er virðingarvert, hann þyrfti bara einhvern til að fara með sér í gegnum grunnatriðin.“Davíð, Guðrún og HallaVísir/halla3. sæti: Ástþór „Ástþór tekur gamla stílinn á þetta. Það er ekkert að því, en þetta er ekki áhugavert að mínu mati. Það er mikill munur á því að vera í jakkafötum af skyldurækni og að vera í jakkafötum sem gera eitthvað fyrir þig. Sniðið er víðara og buxurnar síðari en gengur og gerist í dag, skórnir og bindið heldur gamaldags og þó að Windsor-bindishnúturinn sé auðvitað klassískur væri gaman að sjá eitthvað annað öðru hvoru. Jakkinn er stór og gleypir skyrtukragann og bindið í sig, fyrir utan að vera ansi ermasíður.“2. sæti: Andri „Andri Snær er nær alltaf flottur í tauinu og með heldur frjálslegri stíl en aðrir frambjóðendur. Þetta er þó kannski ekki hans besti dagur. Góð skyrta, flottur bindishnútur og fínir skór. Hins vegar er jakkinn greinilega ekki stakur jakki heldur úr jakkafatasetti og passar ekki nógu vel við þessar svörtu hversdagslegu buxur. Það er sérlega pínlegt að sjá vasaflipann ofan í vasanum öðrum megin og hálfan upp úr hinum megin, en jakkinn passar á hann og það er meira en hægt er að segja um flesta keppinautana.“1. sæti: Guðni „Virkilega falleg jakkaföt sem Guðni er í. Þarna erum við með nútímalegt snið og góðar síddir. Beltið er áberandi flott og passar vel við skóna. Bindissíddin er í það stysta en sleppur til og bindishnútarnir alltaf að verða betri hjá honum. Hann þyrfti þó að girða skyrtuna betur. Guðni er ekki vanur því að ganga í formlegum klæðnaði en það hefur verið gaman að fylgjast með honum læra og temja sér stíl sem er strax orðinn áhugaverðari en hjá flestum þeirra sem hafa gengið í jakkafötum áratugum saman.“
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira