Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2016 22:17 Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir gætu spilað landsleik fyrir Færeyjar. vísir/eyþór "Þetta byrjaði sem grín hjá mér og Gunna markverði þegar hann kom í FH," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi um möguleikann að spila fyrir færeyska landsliðið en hann er að hluta til Færeyingur. Færeyski fréttavefurinn if.fo fjallaði um málið í gær en þar kom fram að þjálfari færeyska landsliðsins er búinn að koma hingað til lands og horfa Davíð Þór og bróðir hans, Bjarna Þór, spila með FH. "Langafi minn er færeyskur og það hafa alltaf verið frekar mikil tengsl til Færeyja. Mamma pabba er hálf færeysk og því hafa verið mikil tengsl til Færeyja hjá föðurfjölskyldunni til Færeyja," sagði Davíð Þór Þessi kraftmikli miðjumaður á að baki átta landsleiki fyrir Ísland en hann átta sig á að þeir verða ekki fleiri. Hann gæti glatt ömmu sína mikið með að spila fyrir Færeyjar. "Ég átta mig á því að þessir fáu vináttulandsleikir sem ég spilaði fyrir Ísland verði ekki fleiri. Ég er það raunsær. Það er ósköp einfalt," segir Davíð og hlær. "Ef þetta verður alvöru möguleiki og maður ákveður að slá til þá veit ég að amma mín yrði mjög sátt með mig. Það getur vel verið að þetta verði að veruleika." Davíð er búinn að ræða við færeyska landsliðsþjálfarann en hann og bróðir hans eiga enn eftir að taka ákvörðun um hvort þeir slái til. "Ég hitti þjálfarann aðeins þegar hann kom að horfa á leik um daginn. Þetta er í einhverju ferli en það á algjörelga eftir að koma í ljós hvort þetta sé hægt, í öðru lagi hvort þetta hentar mér og í þriðja lagi hvort ég sé nógu góður fyrir færeyska liðið," segir Davíð Þór. "Ég átta mig á því að íslenska landsliðið er það sterkt að ég spila ekki fleiri leiki fyrir það. Þetta er ekki vegna þess að ég er svo fúll yfir að vera ekki valinn í EM-hópinn," bætir miðjumaðurinn við skælbrosandi. "Það væri gaman að fá aðeins að tætast inn á miðjunni hjá Færeyjum og eyðileggja fyrir mannskapnum ef það er mögulegt," segir Davíð Þór Viðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
"Þetta byrjaði sem grín hjá mér og Gunna markverði þegar hann kom í FH," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi um möguleikann að spila fyrir færeyska landsliðið en hann er að hluta til Færeyingur. Færeyski fréttavefurinn if.fo fjallaði um málið í gær en þar kom fram að þjálfari færeyska landsliðsins er búinn að koma hingað til lands og horfa Davíð Þór og bróðir hans, Bjarna Þór, spila með FH. "Langafi minn er færeyskur og það hafa alltaf verið frekar mikil tengsl til Færeyja. Mamma pabba er hálf færeysk og því hafa verið mikil tengsl til Færeyja hjá föðurfjölskyldunni til Færeyja," sagði Davíð Þór Þessi kraftmikli miðjumaður á að baki átta landsleiki fyrir Ísland en hann átta sig á að þeir verða ekki fleiri. Hann gæti glatt ömmu sína mikið með að spila fyrir Færeyjar. "Ég átta mig á því að þessir fáu vináttulandsleikir sem ég spilaði fyrir Ísland verði ekki fleiri. Ég er það raunsær. Það er ósköp einfalt," segir Davíð og hlær. "Ef þetta verður alvöru möguleiki og maður ákveður að slá til þá veit ég að amma mín yrði mjög sátt með mig. Það getur vel verið að þetta verði að veruleika." Davíð er búinn að ræða við færeyska landsliðsþjálfarann en hann og bróðir hans eiga enn eftir að taka ákvörðun um hvort þeir slái til. "Ég hitti þjálfarann aðeins þegar hann kom að horfa á leik um daginn. Þetta er í einhverju ferli en það á algjörelga eftir að koma í ljós hvort þetta sé hægt, í öðru lagi hvort þetta hentar mér og í þriðja lagi hvort ég sé nógu góður fyrir færeyska liðið," segir Davíð Þór. "Ég átta mig á því að íslenska landsliðið er það sterkt að ég spila ekki fleiri leiki fyrir það. Þetta er ekki vegna þess að ég er svo fúll yfir að vera ekki valinn í EM-hópinn," bætir miðjumaðurinn við skælbrosandi. "Það væri gaman að fá aðeins að tætast inn á miðjunni hjá Færeyjum og eyðileggja fyrir mannskapnum ef það er mögulegt," segir Davíð Þór Viðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45