Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2016 22:17 Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir gætu spilað landsleik fyrir Færeyjar. vísir/eyþór "Þetta byrjaði sem grín hjá mér og Gunna markverði þegar hann kom í FH," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi um möguleikann að spila fyrir færeyska landsliðið en hann er að hluta til Færeyingur. Færeyski fréttavefurinn if.fo fjallaði um málið í gær en þar kom fram að þjálfari færeyska landsliðsins er búinn að koma hingað til lands og horfa Davíð Þór og bróðir hans, Bjarna Þór, spila með FH. "Langafi minn er færeyskur og það hafa alltaf verið frekar mikil tengsl til Færeyja. Mamma pabba er hálf færeysk og því hafa verið mikil tengsl til Færeyja hjá föðurfjölskyldunni til Færeyja," sagði Davíð Þór Þessi kraftmikli miðjumaður á að baki átta landsleiki fyrir Ísland en hann átta sig á að þeir verða ekki fleiri. Hann gæti glatt ömmu sína mikið með að spila fyrir Færeyjar. "Ég átta mig á því að þessir fáu vináttulandsleikir sem ég spilaði fyrir Ísland verði ekki fleiri. Ég er það raunsær. Það er ósköp einfalt," segir Davíð og hlær. "Ef þetta verður alvöru möguleiki og maður ákveður að slá til þá veit ég að amma mín yrði mjög sátt með mig. Það getur vel verið að þetta verði að veruleika." Davíð er búinn að ræða við færeyska landsliðsþjálfarann en hann og bróðir hans eiga enn eftir að taka ákvörðun um hvort þeir slái til. "Ég hitti þjálfarann aðeins þegar hann kom að horfa á leik um daginn. Þetta er í einhverju ferli en það á algjörelga eftir að koma í ljós hvort þetta sé hægt, í öðru lagi hvort þetta hentar mér og í þriðja lagi hvort ég sé nógu góður fyrir færeyska liðið," segir Davíð Þór. "Ég átta mig á því að íslenska landsliðið er það sterkt að ég spila ekki fleiri leiki fyrir það. Þetta er ekki vegna þess að ég er svo fúll yfir að vera ekki valinn í EM-hópinn," bætir miðjumaðurinn við skælbrosandi. "Það væri gaman að fá aðeins að tætast inn á miðjunni hjá Færeyjum og eyðileggja fyrir mannskapnum ef það er mögulegt," segir Davíð Þór Viðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
"Þetta byrjaði sem grín hjá mér og Gunna markverði þegar hann kom í FH," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi um möguleikann að spila fyrir færeyska landsliðið en hann er að hluta til Færeyingur. Færeyski fréttavefurinn if.fo fjallaði um málið í gær en þar kom fram að þjálfari færeyska landsliðsins er búinn að koma hingað til lands og horfa Davíð Þór og bróðir hans, Bjarna Þór, spila með FH. "Langafi minn er færeyskur og það hafa alltaf verið frekar mikil tengsl til Færeyja. Mamma pabba er hálf færeysk og því hafa verið mikil tengsl til Færeyja hjá föðurfjölskyldunni til Færeyja," sagði Davíð Þór Þessi kraftmikli miðjumaður á að baki átta landsleiki fyrir Ísland en hann átta sig á að þeir verða ekki fleiri. Hann gæti glatt ömmu sína mikið með að spila fyrir Færeyjar. "Ég átta mig á því að þessir fáu vináttulandsleikir sem ég spilaði fyrir Ísland verði ekki fleiri. Ég er það raunsær. Það er ósköp einfalt," segir Davíð og hlær. "Ef þetta verður alvöru möguleiki og maður ákveður að slá til þá veit ég að amma mín yrði mjög sátt með mig. Það getur vel verið að þetta verði að veruleika." Davíð er búinn að ræða við færeyska landsliðsþjálfarann en hann og bróðir hans eiga enn eftir að taka ákvörðun um hvort þeir slái til. "Ég hitti þjálfarann aðeins þegar hann kom að horfa á leik um daginn. Þetta er í einhverju ferli en það á algjörelga eftir að koma í ljós hvort þetta sé hægt, í öðru lagi hvort þetta hentar mér og í þriðja lagi hvort ég sé nógu góður fyrir færeyska liðið," segir Davíð Þór. "Ég átta mig á því að íslenska landsliðið er það sterkt að ég spila ekki fleiri leiki fyrir það. Þetta er ekki vegna þess að ég er svo fúll yfir að vera ekki valinn í EM-hópinn," bætir miðjumaðurinn við skælbrosandi. "Það væri gaman að fá aðeins að tætast inn á miðjunni hjá Færeyjum og eyðileggja fyrir mannskapnum ef það er mögulegt," segir Davíð Þór Viðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45