Innlent

Elín Hirst sækist eftir 2. sætinu í Suðvesturkjördæmi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Elín Hirst í apríl síðastliðnum.
Elín Hirst í apríl síðastliðnum. Vísir/Pjetur
„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningarnar sem fram fara í haust.“ Þetta segir Elín Hirst, fyrrum fjölmiðlakona og núverandi þingmaður, í fréttatilkynningu.

Prófkjör Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi fer fram í lok ágúst eða byrjun september segir í tilkynningunni. Fréttirnar koma í kjölfar þess að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sá þingmaður sem nú skipar það sæti sem Elín hyggst sækjast eftir, lýsti því yfir að hún ætlaði ekki að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna nú í haust. 

„Ég var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum árið 2013 og hef setið í utanríkismálanefnd Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd, Norðurlandaráði, þar sem ég er varaformaður Íslandsdeildar og velferðarnefnd á kjörtímabilinu,“ segir Elín. Hún segir erfitt að fylla það skarð sem Ragnheiður skilur eftir sig.

„Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri til að þakka Ragnheiðir Ríkharðsdóttur þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins sem nú skipar 2. sæti listans í Suðurvesturkjördæmi fyrir heiðarleika, stefnufestu og dugnað í sínum störfum.  Hennar skarð verður vandfyllt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún hefur sem kunnugt er tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×