Víðines verði nýtt fyrir hælisleitendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Húsnæðið í Víðinesi hefur staðið autt undanfarið. Óttast er að það liggi undir skemmdum. vísir/hanna Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira