Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júní 2016 18:50 Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira