María bregst við neyðarástandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2016 14:16 Þetta er í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi. María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, er á leið til Grikklands á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðarástandi í norðurhluta landsins við landamæri Makedóníu en þar er um þessar mundir mikill fjöldi flóttamanna – flestir sem hafa flúið vopnuð átök í Sýrlandi og Írak. María kemur til með að starfa í ERU-neyðarteymi finnska og þýska Rauða krossins sem mun sinna almennri heilsugæslu í bæjunum Cherso og Nea Kevala þar sem er talið að 8000 skjólstæðingar þurfi á aðstoð að halda. Neyðarteymið bregst þar með við kalli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) um aðstoð við flóttafólk við landamæri Grikklands og Makedóníu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta sé í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi en Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur, starfaði um sjö vikna skeið í Idomeni á haustmánuðum 2015. Síðastliðinn vetur hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggri aðstoð utanríkisráðuneytisins og íslensks almennings, veitt um 38 milljónum íslenskra króna til hjálparstarfs við flóttafólk í Grikklandi. Þetta er önnur sendiför Maríu fyrir Rauða krossinn en áður starfaði hún á færanlegum heilsugæslustöðvum (Mobile Health Clinics) í Dohuk í Írak á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Straumur flóttafólks hefur legið í gegnum Grikkland á undanförnum misserum en síðan í febrúar á þessu ári hefur myndast stífla við landamæri Makedóníu eftir að síðarnefnda landið ákvað að loka landamærum sínum. Um 10 þúsund flóttamenn eru nú staddir í bænum Idomeni og um 10 þúsund fleiri í nærliggjandi bæjum. Flóttamenn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, er á leið til Grikklands á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðarástandi í norðurhluta landsins við landamæri Makedóníu en þar er um þessar mundir mikill fjöldi flóttamanna – flestir sem hafa flúið vopnuð átök í Sýrlandi og Írak. María kemur til með að starfa í ERU-neyðarteymi finnska og þýska Rauða krossins sem mun sinna almennri heilsugæslu í bæjunum Cherso og Nea Kevala þar sem er talið að 8000 skjólstæðingar þurfi á aðstoð að halda. Neyðarteymið bregst þar með við kalli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) um aðstoð við flóttafólk við landamæri Grikklands og Makedóníu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta sé í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi en Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur, starfaði um sjö vikna skeið í Idomeni á haustmánuðum 2015. Síðastliðinn vetur hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggri aðstoð utanríkisráðuneytisins og íslensks almennings, veitt um 38 milljónum íslenskra króna til hjálparstarfs við flóttafólk í Grikklandi. Þetta er önnur sendiför Maríu fyrir Rauða krossinn en áður starfaði hún á færanlegum heilsugæslustöðvum (Mobile Health Clinics) í Dohuk í Írak á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Straumur flóttafólks hefur legið í gegnum Grikkland á undanförnum misserum en síðan í febrúar á þessu ári hefur myndast stífla við landamæri Makedóníu eftir að síðarnefnda landið ákvað að loka landamærum sínum. Um 10 þúsund flóttamenn eru nú staddir í bænum Idomeni og um 10 þúsund fleiri í nærliggjandi bæjum.
Flóttamenn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira