Reynt að bjarga tugum þúsunda barnslífa Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Konur og börn bíða aðstoðar við næringarstöð á vegum UNICEF í Muna í útjaðri bæjarins Maiduguri í Borno-héraði í Nígeríu. Þessi mynd er tekin í september en þar í búðunum er athvarf fyrir um 16 þúsund manns. Nordicphotos/AFP Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira