Forgangsröðum rétt og fjárfestum í öflugu heilbrigðiskerfi Kjartan Þór Ingason skrifar 3. júní 2016 11:55 Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar