Eggert hættur sem ritstjóri DV: Segir þá sem ná árangri oft verða móða Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 16:27 Eggert Skúlason. Vísir „Þetta er stórkostlega yfirveguð ákvörðun. Gert í fullu samráði við alla, allir svaka sáttir og kyssast,“ segir Eggert Skúlason sem er hættur sem ritstjóri DV. Eggert settist í ritstjórastól í við lok árs 2014 eftir að Vefpressan ehf. hafði tekið yfir DV ehf. Eggert er því búinn að vera á DV í eitt og hálft ár en hann segir brotthvarf sitt ekki hafa borið brátt að. „Þetta er búið að vera í umræðunni í þó nokkurn tíma, ég er ekki að segja skilið við Vefpressuna og aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Eggert en hann segir um sameiginlega ákvörðun sína og stjórnar Vefpressunnar að ræða en aðspurður hvað hafi vegið þyngst í sinni ákvörðun um að hætta segir hann menn eiga það til að vera móðir eftir að hafa náð góðum árangri. „Mér fannst þetta bara orðið fínt og svo ég sé alveg ærlegur, þegar ég kom inn í þetta á miklum umrótatímum, sem sérstaklega voru erfiðir fyrir starfsfólk, þá held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að ég yrði ekki lengi þarna en búinn að vera lengur en ég átti von á, á fyrstu dögum og búið að vera skemmtilegt,“ segir Eggert. Spurður hvað sé honum eftirminnilegast úr ritstjóratíð sinni á DV svarar hann: „Það sem er eftirminnilegast þegar ég labbaði fyrsta daginn inn á DV. Mér leið eins og ég labbaði inn í frystiklefa þar sem stöðugt var aukinn kuldinn.Í dag erum við í húsnæði sem er þannig að fólk er nánast löðursveitt í sólskini. Ég held að það sé breytingin sem er orðin.“ Eggert og Kolbrún Bergþórsdóttir voru ráðin á sama tíma sem ritstjórar DV undir lok árs 2014 en Eggert segir engan þurfa að taka við af sér. „Kolla leikur sér ein að þessu en hvort það verður veit ég ekki, ég er meira að skipuleggja veiði og annað.“ Tengdar fréttir Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Þetta er stórkostlega yfirveguð ákvörðun. Gert í fullu samráði við alla, allir svaka sáttir og kyssast,“ segir Eggert Skúlason sem er hættur sem ritstjóri DV. Eggert settist í ritstjórastól í við lok árs 2014 eftir að Vefpressan ehf. hafði tekið yfir DV ehf. Eggert er því búinn að vera á DV í eitt og hálft ár en hann segir brotthvarf sitt ekki hafa borið brátt að. „Þetta er búið að vera í umræðunni í þó nokkurn tíma, ég er ekki að segja skilið við Vefpressuna og aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Eggert en hann segir um sameiginlega ákvörðun sína og stjórnar Vefpressunnar að ræða en aðspurður hvað hafi vegið þyngst í sinni ákvörðun um að hætta segir hann menn eiga það til að vera móðir eftir að hafa náð góðum árangri. „Mér fannst þetta bara orðið fínt og svo ég sé alveg ærlegur, þegar ég kom inn í þetta á miklum umrótatímum, sem sérstaklega voru erfiðir fyrir starfsfólk, þá held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að ég yrði ekki lengi þarna en búinn að vera lengur en ég átti von á, á fyrstu dögum og búið að vera skemmtilegt,“ segir Eggert. Spurður hvað sé honum eftirminnilegast úr ritstjóratíð sinni á DV svarar hann: „Það sem er eftirminnilegast þegar ég labbaði fyrsta daginn inn á DV. Mér leið eins og ég labbaði inn í frystiklefa þar sem stöðugt var aukinn kuldinn.Í dag erum við í húsnæði sem er þannig að fólk er nánast löðursveitt í sólskini. Ég held að það sé breytingin sem er orðin.“ Eggert og Kolbrún Bergþórsdóttir voru ráðin á sama tíma sem ritstjórar DV undir lok árs 2014 en Eggert segir engan þurfa að taka við af sér. „Kolla leikur sér ein að þessu en hvort það verður veit ég ekki, ég er meira að skipuleggja veiði og annað.“
Tengdar fréttir Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39