Eggert hættur sem ritstjóri DV: Segir þá sem ná árangri oft verða móða Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 16:27 Eggert Skúlason. Vísir „Þetta er stórkostlega yfirveguð ákvörðun. Gert í fullu samráði við alla, allir svaka sáttir og kyssast,“ segir Eggert Skúlason sem er hættur sem ritstjóri DV. Eggert settist í ritstjórastól í við lok árs 2014 eftir að Vefpressan ehf. hafði tekið yfir DV ehf. Eggert er því búinn að vera á DV í eitt og hálft ár en hann segir brotthvarf sitt ekki hafa borið brátt að. „Þetta er búið að vera í umræðunni í þó nokkurn tíma, ég er ekki að segja skilið við Vefpressuna og aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Eggert en hann segir um sameiginlega ákvörðun sína og stjórnar Vefpressunnar að ræða en aðspurður hvað hafi vegið þyngst í sinni ákvörðun um að hætta segir hann menn eiga það til að vera móðir eftir að hafa náð góðum árangri. „Mér fannst þetta bara orðið fínt og svo ég sé alveg ærlegur, þegar ég kom inn í þetta á miklum umrótatímum, sem sérstaklega voru erfiðir fyrir starfsfólk, þá held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að ég yrði ekki lengi þarna en búinn að vera lengur en ég átti von á, á fyrstu dögum og búið að vera skemmtilegt,“ segir Eggert. Spurður hvað sé honum eftirminnilegast úr ritstjóratíð sinni á DV svarar hann: „Það sem er eftirminnilegast þegar ég labbaði fyrsta daginn inn á DV. Mér leið eins og ég labbaði inn í frystiklefa þar sem stöðugt var aukinn kuldinn.Í dag erum við í húsnæði sem er þannig að fólk er nánast löðursveitt í sólskini. Ég held að það sé breytingin sem er orðin.“ Eggert og Kolbrún Bergþórsdóttir voru ráðin á sama tíma sem ritstjórar DV undir lok árs 2014 en Eggert segir engan þurfa að taka við af sér. „Kolla leikur sér ein að þessu en hvort það verður veit ég ekki, ég er meira að skipuleggja veiði og annað.“ Tengdar fréttir Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Þetta er stórkostlega yfirveguð ákvörðun. Gert í fullu samráði við alla, allir svaka sáttir og kyssast,“ segir Eggert Skúlason sem er hættur sem ritstjóri DV. Eggert settist í ritstjórastól í við lok árs 2014 eftir að Vefpressan ehf. hafði tekið yfir DV ehf. Eggert er því búinn að vera á DV í eitt og hálft ár en hann segir brotthvarf sitt ekki hafa borið brátt að. „Þetta er búið að vera í umræðunni í þó nokkurn tíma, ég er ekki að segja skilið við Vefpressuna og aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Eggert en hann segir um sameiginlega ákvörðun sína og stjórnar Vefpressunnar að ræða en aðspurður hvað hafi vegið þyngst í sinni ákvörðun um að hætta segir hann menn eiga það til að vera móðir eftir að hafa náð góðum árangri. „Mér fannst þetta bara orðið fínt og svo ég sé alveg ærlegur, þegar ég kom inn í þetta á miklum umrótatímum, sem sérstaklega voru erfiðir fyrir starfsfólk, þá held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að ég yrði ekki lengi þarna en búinn að vera lengur en ég átti von á, á fyrstu dögum og búið að vera skemmtilegt,“ segir Eggert. Spurður hvað sé honum eftirminnilegast úr ritstjóratíð sinni á DV svarar hann: „Það sem er eftirminnilegast þegar ég labbaði fyrsta daginn inn á DV. Mér leið eins og ég labbaði inn í frystiklefa þar sem stöðugt var aukinn kuldinn.Í dag erum við í húsnæði sem er þannig að fólk er nánast löðursveitt í sólskini. Ég held að það sé breytingin sem er orðin.“ Eggert og Kolbrún Bergþórsdóttir voru ráðin á sama tíma sem ritstjórar DV undir lok árs 2014 en Eggert segir engan þurfa að taka við af sér. „Kolla leikur sér ein að þessu en hvort það verður veit ég ekki, ég er meira að skipuleggja veiði og annað.“
Tengdar fréttir Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39