Lífið

The Telegraph fílar íslensku treyjuna: „Ekki annað hægt en að elska þennan búning“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Berg í baráttunni gegn Norðmönnum í gær.
Jóhann Berg í baráttunni gegn Norðmönnum í gær. vísir/afp
Íslenski landsliðsbúningurinn hefur mikið verið á milli tannanna á fólki og þá sérstaklega þegar hann var frumsýndur fyrir nokkrum vikum. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á EM í Frakklandi þann 14.júní þegar liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu.

Miðillinn The Telegraph er með ítarlega umfjöllun um alla landsliðsbúninga þeirra þjóða sem taka þátt á mótinu. Þar kemur íslenski búningurinn mjög vel út og fær frábæra umsögn.

„Errea er eitt af  þessum litlu fyrirtækjum sem eru að berjast við þau stóru á mótinu. Niðurstaðan hjá íslenska liðinu er einstaklega fallegur búningur af gamla skólanum. Smáatriðin í kringum merkið, sem er mjög töff, eru frábær. Ekki annað hægt en að elska þennan búning,“ segir í umsögn miðilsins um aðalbúning íslenska liðsins.

Miðilinn skoðar einnig varabúning liðsins sem er hvítur á litinn og minnir álitsgjafa Telegraph á tannkrem. Ferskur andblær búningsins mun að sögn pistlahöfundar fara langt með leikinn á móti Ungverjum 18. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×