Fótbolti

Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag.

„Þetta var frekar slakt. Allir voru frekar slakir í þessum leik og við náðum ekki að sýna okkar rétta andlit í dag," sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í leikslok.

„Ég held við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Við fórum inn í þennan leik með því að menn yrðu heilir eftir þennan leik og reyna að spila góðan fótbolta, en við vorum alls ekki nægilega góðir í dag."

„Það er gott að fá þennan skell núna í staðinn fyrir í byrjun móts. Við byggjum vonandi ofan á þetta."

Kolbeinn hefur verið að glíma við meiðsli á hné að undanförnu, en hann spilaði þrjátíu mínútur í kvöld og segir að sér liði vél í hnénu.

„Ég náði að komast í gegnum þetta og ég er mjög sáttur með hvernig þetta var. Ég var mjög ánægður með hvernig ég var í leiknum."

„Algjörlega. Vonandi get ég byggt ofan á þetta og tekið fleiri mínútur á móti Liechtenstein ef allt gengur vel fram að því og þá er ég vonandi klár í mótið," sagði Kolbeinn við Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×