Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2016 07:00 Helsta hlutverk lögregluþjónanna er að aðstoða íslenska stuðningsmenn landsliðsins á meðan á keppninni í Frakklandi stendur. vísir/vilhelm Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla í þeim hópi átta lögregluþjóna sem fara fyrir hönd Íslands á EM. Lögregluþjónarnir koma allir frá Ríkislögreglustjóra en það embætti er verst statt varðandi kynjahlutföll lögregluþjóna á landinu, að frátöldu embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er eins, eða konur 5 prósent og karlar 95 prósent. Fjórar konur starfa sem lögreglumenn hjá Ríkislögreglustjóra samkvæmt tölum lögreglunnar frá 1. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægja ríki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, jafnt á meðal kvenna og karla, vegna þess að aðeins var leitað til lögreglumanna hjá Ríkislögreglustjóra.Klara BjartmarzKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að félagið hafi ekki haft milligöngu á milli franskra og íslenskra yfirvalda. „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um þetta en auðvitað finnst mér persónulega að þarna eigi að vera kona. Við getum alveg tekið sem dæmi að Rauði krossinn sendir tvo sjálfboðaliða. Þar var ákveðið strax að hafa kynjahlutföllin jöfn.“ Í svari frá Thelmu Þórðardóttur hjá Ríkislögreglustjóra segir að „þar sem lögreglukonur embættisins gáfu ekki kost á sér í það er verkefnið mannað með lögreglumönnum frá alþjóðadeild og sérsveit embættisins“.Sigrún SigurðardóttirSigrún Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona, hefur fylgst með óánægju lögreglukvenna grassera síðustu daga. Sjálf fór hún í stórum hópi lögregluþjóna á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. „Það var ótrúlega góð reynsla. Eins og komið hefur fram er ekki óskað eftir sérsveitarmönnum eða vopnuðu fólki. Ef það á að aðstoða Íslendinga myndi ég telja að það væri alltaf gott að hafa karla og konur,“ segir Sigrún. „Mér finnst svo sérstakt að það eru bara karlar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir þennan ákveðna hóp. Það er sagt að einhverjum konum hafi verið boðið sem ekki gátu tekið þetta að sér. Af hverju er þá ekki leitað út fyrir það? Það hallar á konur í lögreglunni, sem er verulegt vandamál. Þetta er ekki til að hvetja konur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla í þeim hópi átta lögregluþjóna sem fara fyrir hönd Íslands á EM. Lögregluþjónarnir koma allir frá Ríkislögreglustjóra en það embætti er verst statt varðandi kynjahlutföll lögregluþjóna á landinu, að frátöldu embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er eins, eða konur 5 prósent og karlar 95 prósent. Fjórar konur starfa sem lögreglumenn hjá Ríkislögreglustjóra samkvæmt tölum lögreglunnar frá 1. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægja ríki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, jafnt á meðal kvenna og karla, vegna þess að aðeins var leitað til lögreglumanna hjá Ríkislögreglustjóra.Klara BjartmarzKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að félagið hafi ekki haft milligöngu á milli franskra og íslenskra yfirvalda. „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um þetta en auðvitað finnst mér persónulega að þarna eigi að vera kona. Við getum alveg tekið sem dæmi að Rauði krossinn sendir tvo sjálfboðaliða. Þar var ákveðið strax að hafa kynjahlutföllin jöfn.“ Í svari frá Thelmu Þórðardóttur hjá Ríkislögreglustjóra segir að „þar sem lögreglukonur embættisins gáfu ekki kost á sér í það er verkefnið mannað með lögreglumönnum frá alþjóðadeild og sérsveit embættisins“.Sigrún SigurðardóttirSigrún Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona, hefur fylgst með óánægju lögreglukvenna grassera síðustu daga. Sjálf fór hún í stórum hópi lögregluþjóna á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. „Það var ótrúlega góð reynsla. Eins og komið hefur fram er ekki óskað eftir sérsveitarmönnum eða vopnuðu fólki. Ef það á að aðstoða Íslendinga myndi ég telja að það væri alltaf gott að hafa karla og konur,“ segir Sigrún. „Mér finnst svo sérstakt að það eru bara karlar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir þennan ákveðna hóp. Það er sagt að einhverjum konum hafi verið boðið sem ekki gátu tekið þetta að sér. Af hverju er þá ekki leitað út fyrir það? Það hallar á konur í lögreglunni, sem er verulegt vandamál. Þetta er ekki til að hvetja konur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00