Ný gögn lögð fram í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 11:34 Yfirvinnubannið hefur valdið töfum í flugsamgöngum. Vísir/GVA Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48