Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2016 09:40 Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata. vísir/ernir Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. Verið sé að auka vaxtabyrði námsmanna og setja frekari takmörk á hversu hátt lán námsmenn geti fengið yfir námstímann. Þannig sé verið að takmarka möguleika foreldra sem eru með börn á framfærslu til að stunda nám.Ásta Guðrún fjallar ítarlega um frumvarpið í færslu á bloggsíðu sinni í gær. Þar segir hún að eftir að hafa skoðað frumvarpið „með opnum hug og von um að það gæti komið eitthvað gott frá þessu ráðuneyti“ þá væri það hennar niðurstaða að frumvarpið sé glópagull. Þannig nefnir Ásta að komið sé hámark á það hversu mikið hver námsmaður geti fengið í lán en sú upphæð nemur 15 milljónum. „Ofan á það leggst 65.000 kr styrkur í allt að 40 mánuði. Þetta 15 milljóna króna hámark er ákveðið án þess að taka tillit til fjölskylduaðstæðna, þ.e. fjölda barna á framfærslu námsmanns eða dýr skólagjöld. Til að setja þetta í samhengi þá eru skólagjöldin í Cambridge til þess að fara í efnaverkfræði eða tölvunarfræði £24,069 sem eru 4,4 milljónir íslenskra króna. Það þarf engan sérstaka hæfileika í stærðfræði til þess að sjá að íslenskir stúdentar muni eiga eftir að eiga erfitt með að fjármagna skólagjöld að fullu fyrir mikilsvirta skóla á borð við Harvard og Cambridge frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hvað kemur í staðinn? Einkareknir námslánasjóðir? Bankalán?“ segir Ásta Guðrún í bloggfærslu sinni.Lánin muni safna háum vöxtum Þá rekur þingmaðurinn hvernig vextir og verðtrygging munu hafa áhrif á lánin. Vextir á námslánum eru nú 1 prósent en verða þrjú prósent nái frumvarpið fram að ganga. Í frumvarpinu er lagt til að eitt skuldabréf verði gefið út fyrir hverja útborgun lána en að jafnaði er grunnnám í háskóla sex annir sem þýðir þá sex skuldabréf taki námsmaðurinn lán allan námstímann. „Við lokun skuldabréfs þá byrjar það að safna vöxtum. Þannig, eftir fyrstu önnina í háskóla þá byrjar klukkan strax að tifa og fyrsta útborgunin upp á kannski hálfa milljón safnar vöxtum þangað til að stúdent hefur lokið námi og byrjar að borga af námslánunum sínum. Það eru þrjú og hálft ár á fyrsta skuldabréfið, þrjú ár á annað skuldabréfið og svo koll af kolli,“ segir Ásta Guðrún og tekur dæmi um hvernig skuldabréfin munu mögulega safna vöxtum á námstímanum: „Á fyrsta skuldabréfinu, gefum því þægilega tölu upp á hálfa milljón og vextir samtals upp á 3% þá er mánaðarleg vaxtasöfnun 1.250 kr.. Það þarf ekki að byrja að borga á fyrsta skuldabréfinu fyrr en eftir 42 mánuði og á þeim tíma safnast vextir ofan á höfuðstólinn, upp á samtals 52.500 kr. Næsta skuldabréf safnar vöxtum í 36 mánuði, eða 45.000 kr. og svo koll af kolli. Samkvæmt mínum frumstæðu útreikningum þá hefur bæst við höfuðstólana 202.500 kr í ógreidda vexti miðað við að á sex mánaða fresti í þrjú ár fái námsmaður 500.000 kr. í námslán og byrji að borga af láninu ári eftir útskrift. borgað er af skuldabréfunum samhliða, ekki þannig að það sé byrjað að borga af einu í einu heldur er einn reikningur sendur út þar sem þetta er allt saman: 6 lán upp á 500 þúsund sem bera 3% vexti, samtals upp á 3 milljónir og samtals uppsafnaðir vextir upp á 200 þúsund. Og svo er byrjað að borga af því.“Auki ekki jafnrétti til náms Þá gagnrýnir þingmaðurinn jafnframt hvernig afborgunum lánanna verður háttað en um jafngreiðslur verður að ræða þar sem tekjutenging afborganna verður afnumin. Segir Ásta að þetta geti leitt til þess að greiðslubyrði lánanna verði þung fyrir þá sem eru til að mynda með 200 til 250 þúsund krónur í laun eftir skatt. Að mati Ástu Guðrúnar er námsstyrkurinn því glópagull auk þess sem hann eykur ekki jafnrétti til náms heldur þvert á móti. Styrkurinn komi út á sléttu vegna vaxtagreiðslna og þá muni hann frekar virka sem hvati fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu sem hefur tök á að búa lengur í foreldrahúsum: „Þessi styrkur mun því helst gagnast fólki á höfuðborgarsvæðinu sem býr við öruggar heimilisaðstæður. Þannig mun þetta mismuna fólki út frá því hvar þar býr og hvernig fjölskyldu hagir þeirra eru. Þeir sem munu njóta mest góða af þessum styrkjum eru nefnilega stúdentar sem eiga gott bakland – efri og millistéttarfjölskyldur og á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri, finni stúdent þar nám við hæfi. Þessi styrkur verður góður vasapeningur fyrir þá sem þurfa ekki að taka lán til þess að sjá fyrir framfærslu. Hinir, sem þurfa að sækja skólann um langan veg og/eða geta ekki búið í foreldrahúsum. Þeir sem þurfa að fullorðnast hratt, eru fullorðnir og eru sjálfstæðir munu þurfa að taka námslán – hinir ekki og þar af leiðandi munu ekki þurfa að fara út í lífið með námslánabyrðina. Ég hygg þetta muni koma verulega illa fyrir nýstúdenta sem koma utan að landi.“Lesa má færslu Ástu Guðrúnar í heild sinni hér. Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Mikið áhyggjuefni ef ungt fólk menntar sig ekki Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. 21. maí 2016 19:00 Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. Verið sé að auka vaxtabyrði námsmanna og setja frekari takmörk á hversu hátt lán námsmenn geti fengið yfir námstímann. Þannig sé verið að takmarka möguleika foreldra sem eru með börn á framfærslu til að stunda nám.Ásta Guðrún fjallar ítarlega um frumvarpið í færslu á bloggsíðu sinni í gær. Þar segir hún að eftir að hafa skoðað frumvarpið „með opnum hug og von um að það gæti komið eitthvað gott frá þessu ráðuneyti“ þá væri það hennar niðurstaða að frumvarpið sé glópagull. Þannig nefnir Ásta að komið sé hámark á það hversu mikið hver námsmaður geti fengið í lán en sú upphæð nemur 15 milljónum. „Ofan á það leggst 65.000 kr styrkur í allt að 40 mánuði. Þetta 15 milljóna króna hámark er ákveðið án þess að taka tillit til fjölskylduaðstæðna, þ.e. fjölda barna á framfærslu námsmanns eða dýr skólagjöld. Til að setja þetta í samhengi þá eru skólagjöldin í Cambridge til þess að fara í efnaverkfræði eða tölvunarfræði £24,069 sem eru 4,4 milljónir íslenskra króna. Það þarf engan sérstaka hæfileika í stærðfræði til þess að sjá að íslenskir stúdentar muni eiga eftir að eiga erfitt með að fjármagna skólagjöld að fullu fyrir mikilsvirta skóla á borð við Harvard og Cambridge frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hvað kemur í staðinn? Einkareknir námslánasjóðir? Bankalán?“ segir Ásta Guðrún í bloggfærslu sinni.Lánin muni safna háum vöxtum Þá rekur þingmaðurinn hvernig vextir og verðtrygging munu hafa áhrif á lánin. Vextir á námslánum eru nú 1 prósent en verða þrjú prósent nái frumvarpið fram að ganga. Í frumvarpinu er lagt til að eitt skuldabréf verði gefið út fyrir hverja útborgun lána en að jafnaði er grunnnám í háskóla sex annir sem þýðir þá sex skuldabréf taki námsmaðurinn lán allan námstímann. „Við lokun skuldabréfs þá byrjar það að safna vöxtum. Þannig, eftir fyrstu önnina í háskóla þá byrjar klukkan strax að tifa og fyrsta útborgunin upp á kannski hálfa milljón safnar vöxtum þangað til að stúdent hefur lokið námi og byrjar að borga af námslánunum sínum. Það eru þrjú og hálft ár á fyrsta skuldabréfið, þrjú ár á annað skuldabréfið og svo koll af kolli,“ segir Ásta Guðrún og tekur dæmi um hvernig skuldabréfin munu mögulega safna vöxtum á námstímanum: „Á fyrsta skuldabréfinu, gefum því þægilega tölu upp á hálfa milljón og vextir samtals upp á 3% þá er mánaðarleg vaxtasöfnun 1.250 kr.. Það þarf ekki að byrja að borga á fyrsta skuldabréfinu fyrr en eftir 42 mánuði og á þeim tíma safnast vextir ofan á höfuðstólinn, upp á samtals 52.500 kr. Næsta skuldabréf safnar vöxtum í 36 mánuði, eða 45.000 kr. og svo koll af kolli. Samkvæmt mínum frumstæðu útreikningum þá hefur bæst við höfuðstólana 202.500 kr í ógreidda vexti miðað við að á sex mánaða fresti í þrjú ár fái námsmaður 500.000 kr. í námslán og byrji að borga af láninu ári eftir útskrift. borgað er af skuldabréfunum samhliða, ekki þannig að það sé byrjað að borga af einu í einu heldur er einn reikningur sendur út þar sem þetta er allt saman: 6 lán upp á 500 þúsund sem bera 3% vexti, samtals upp á 3 milljónir og samtals uppsafnaðir vextir upp á 200 þúsund. Og svo er byrjað að borga af því.“Auki ekki jafnrétti til náms Þá gagnrýnir þingmaðurinn jafnframt hvernig afborgunum lánanna verður háttað en um jafngreiðslur verður að ræða þar sem tekjutenging afborganna verður afnumin. Segir Ásta að þetta geti leitt til þess að greiðslubyrði lánanna verði þung fyrir þá sem eru til að mynda með 200 til 250 þúsund krónur í laun eftir skatt. Að mati Ástu Guðrúnar er námsstyrkurinn því glópagull auk þess sem hann eykur ekki jafnrétti til náms heldur þvert á móti. Styrkurinn komi út á sléttu vegna vaxtagreiðslna og þá muni hann frekar virka sem hvati fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu sem hefur tök á að búa lengur í foreldrahúsum: „Þessi styrkur mun því helst gagnast fólki á höfuðborgarsvæðinu sem býr við öruggar heimilisaðstæður. Þannig mun þetta mismuna fólki út frá því hvar þar býr og hvernig fjölskyldu hagir þeirra eru. Þeir sem munu njóta mest góða af þessum styrkjum eru nefnilega stúdentar sem eiga gott bakland – efri og millistéttarfjölskyldur og á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri, finni stúdent þar nám við hæfi. Þessi styrkur verður góður vasapeningur fyrir þá sem þurfa ekki að taka lán til þess að sjá fyrir framfærslu. Hinir, sem þurfa að sækja skólann um langan veg og/eða geta ekki búið í foreldrahúsum. Þeir sem þurfa að fullorðnast hratt, eru fullorðnir og eru sjálfstæðir munu þurfa að taka námslán – hinir ekki og þar af leiðandi munu ekki þurfa að fara út í lífið með námslánabyrðina. Ég hygg þetta muni koma verulega illa fyrir nýstúdenta sem koma utan að landi.“Lesa má færslu Ástu Guðrúnar í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Mikið áhyggjuefni ef ungt fólk menntar sig ekki Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. 21. maí 2016 19:00 Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44
Mikið áhyggjuefni ef ungt fólk menntar sig ekki Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. 21. maí 2016 19:00
Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31