Mannhatur að vopni Hildur Björnsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Vonbrigðin voru mörgum mikil. Einhverjir fylltust hræðslu – urðu óttaslegnir og vonlitlir. Það sem fæsta hafði órað fyrir var orðið að veruleika. Nýr maður myndi taka við einu valdamesta embætti heims. Niðurstöður forsetakosninga Bandaríkjanna eru áhugaverðar fyrir margar sakir. Þær má greina frá fjölmörgum sjónarhornum. Það sem helst vekur óhug er þó sennilega eitt. Í kosningabaráttu sinni beitti Trump fjölmörgum brögðum. Með kosningaloforðum sínum svipti hann hulunni af ógnarstórum hópi þögulla kjósenda. Hann opnaði umræðu sem yfirleitt var þögguð. Hann varð talsmaður fólks sem sjaldan átti sér málsvara. Hann talaði fyrir mannhatri, vonandi gegn betri vitund, en svo víðtæku mannhatri að langflestar tegundir fordóma fundu samastað í herferð hans. Umræða nútímans er slík að tilteknum skoðunum er ávallt mætt með þöggun. Þær þykja ekki umræðu verðar. Með kjöri Trumps fékk hópur þögulla kjósenda sinn fulltrúa – fólk með skoðanir sem áður mátti ekki viðra. Í flestum rökræðum er enginn sannleikur. Bara mismunandi skoðanir. Ólík sjónarmið. Öll jafn rétthá með nákvæmlega sama vægi. Það á þó ekki við um tilefnislaust hatur gegn saklausu fólki. Slíkar skoðanir eiga aldrei rétt á sér. Valdsmenn mega aldrei hafa mannhatur að vopni. Það er skaðlegt fordæmi og hættuleg fyrirmynd. Vissulega má finna niðurstöðum kosninganna fjölmargar skýringar. Sú ógnvænlegasta hlýtur að vera mannhatrið. Fordómarnir og fáfræðin. Hatrið virðist eiga rætur svo víða að nauðsynlegt verður að uppræta. Það verður ekki gert með þöggun. Nú þarf að taka umræðuna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun
Vonbrigðin voru mörgum mikil. Einhverjir fylltust hræðslu – urðu óttaslegnir og vonlitlir. Það sem fæsta hafði órað fyrir var orðið að veruleika. Nýr maður myndi taka við einu valdamesta embætti heims. Niðurstöður forsetakosninga Bandaríkjanna eru áhugaverðar fyrir margar sakir. Þær má greina frá fjölmörgum sjónarhornum. Það sem helst vekur óhug er þó sennilega eitt. Í kosningabaráttu sinni beitti Trump fjölmörgum brögðum. Með kosningaloforðum sínum svipti hann hulunni af ógnarstórum hópi þögulla kjósenda. Hann opnaði umræðu sem yfirleitt var þögguð. Hann varð talsmaður fólks sem sjaldan átti sér málsvara. Hann talaði fyrir mannhatri, vonandi gegn betri vitund, en svo víðtæku mannhatri að langflestar tegundir fordóma fundu samastað í herferð hans. Umræða nútímans er slík að tilteknum skoðunum er ávallt mætt með þöggun. Þær þykja ekki umræðu verðar. Með kjöri Trumps fékk hópur þögulla kjósenda sinn fulltrúa – fólk með skoðanir sem áður mátti ekki viðra. Í flestum rökræðum er enginn sannleikur. Bara mismunandi skoðanir. Ólík sjónarmið. Öll jafn rétthá með nákvæmlega sama vægi. Það á þó ekki við um tilefnislaust hatur gegn saklausu fólki. Slíkar skoðanir eiga aldrei rétt á sér. Valdsmenn mega aldrei hafa mannhatur að vopni. Það er skaðlegt fordæmi og hættuleg fyrirmynd. Vissulega má finna niðurstöðum kosninganna fjölmargar skýringar. Sú ógnvænlegasta hlýtur að vera mannhatrið. Fordómarnir og fáfræðin. Hatrið virðist eiga rætur svo víða að nauðsynlegt verður að uppræta. Það verður ekki gert með þöggun. Nú þarf að taka umræðuna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun