Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2016 13:25 Eiður Smári Guðjohnsen ræðir við fréttamenn í dag og Lars Lagerbäck gerir það sama. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck er frekar súr með úrslitin gegn Ungverjalandi á EM 2016 í fótbolta í gær þar sem strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli eftir að skora sjálfsmark á 88. mínútu. Liðið er með tvö stig eftir tvo leiki. Íslenska liðið átti ekki góðan dag og var að mörgu leyti yfirspilað gegn Ungverjum sem voru miklu meira með boltann. Þeir ógnuðu markinu þó aldrei af viti og var svekkjandi að horfa upp á jöfnunarmarkið.Sjá einnig:Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan „Ég er bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði á leikinn aftur á leiðinni til baka og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði Lars „Það hefur gerst hjá okkur eins og í undankeppninni að við skorum fyrsta markið og verðum of varkárir. Þá spilum við ekki eins og við eigum að gera. Það er eitthvað sem við verðum að leiðrétta. Ef við komumst yfir gegn Austurríki megum við ekki verða of varnarsinnaðir.“Eiður Smári var nálægt því að vinna leikinn í gær.vísir/vilhelmEiður átti að róa leikinn Varnarleikur íslenska liðsins er búinn að vera flottur eins og Lars talar um en mörkin sem liðið hefur fengið á sig á mótinu hafa komið vegna raða mistaka. En hvernig horfði mark Ungverja við Lars? „Það er alltaf hægt að benda á einstaklingana en þetta gerist svo hratt. Ég vil ekki hengja neinn leikmann. Við gerum reglulega mistök og stundum er okkur refsað fyrir það. Leikmennirnir voru orðnir þreyttir. Birkir var aðeins fyrir aftan manninn sinn og stöðuskiptingin milli Emils og Ara gekk ekki 100 prósent upp,“ sagði hann. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í seinni hálfleik til að reyna að róa leikinn. Hann komst því miður ekki nógu mikið í boltann en fékk tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Móttökurnar sem hann fékk frá Íslendingunum 9.000 í stúkunni voru ótrúlegar. „Framherjarnir voru svo þreyttir. Þeir unnu ótrúlega mikið í leiknum og því vildum við gera breytingu en við vonuðumst líka til að Eiður gæti komið inn með sína reynslu og skapað smá ró fyrir liðið,“ sagði Lars. „Það var gaman að sjá móttökurnar sem hann fékk. Eiður hefur átt ótrúlegan feril og gert svo mikið fyrir íslenskan fótbolta. Ég vil hrósa stuðningsmönnunum mikið fyrir að sýna honum þessa virðingu,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47 Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45 UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31 Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Lars Lagerbäck er frekar súr með úrslitin gegn Ungverjalandi á EM 2016 í fótbolta í gær þar sem strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli eftir að skora sjálfsmark á 88. mínútu. Liðið er með tvö stig eftir tvo leiki. Íslenska liðið átti ekki góðan dag og var að mörgu leyti yfirspilað gegn Ungverjum sem voru miklu meira með boltann. Þeir ógnuðu markinu þó aldrei af viti og var svekkjandi að horfa upp á jöfnunarmarkið.Sjá einnig:Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan „Ég er bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði á leikinn aftur á leiðinni til baka og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði Lars „Það hefur gerst hjá okkur eins og í undankeppninni að við skorum fyrsta markið og verðum of varkárir. Þá spilum við ekki eins og við eigum að gera. Það er eitthvað sem við verðum að leiðrétta. Ef við komumst yfir gegn Austurríki megum við ekki verða of varnarsinnaðir.“Eiður Smári var nálægt því að vinna leikinn í gær.vísir/vilhelmEiður átti að róa leikinn Varnarleikur íslenska liðsins er búinn að vera flottur eins og Lars talar um en mörkin sem liðið hefur fengið á sig á mótinu hafa komið vegna raða mistaka. En hvernig horfði mark Ungverja við Lars? „Það er alltaf hægt að benda á einstaklingana en þetta gerist svo hratt. Ég vil ekki hengja neinn leikmann. Við gerum reglulega mistök og stundum er okkur refsað fyrir það. Leikmennirnir voru orðnir þreyttir. Birkir var aðeins fyrir aftan manninn sinn og stöðuskiptingin milli Emils og Ara gekk ekki 100 prósent upp,“ sagði hann. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í seinni hálfleik til að reyna að róa leikinn. Hann komst því miður ekki nógu mikið í boltann en fékk tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Móttökurnar sem hann fékk frá Íslendingunum 9.000 í stúkunni voru ótrúlegar. „Framherjarnir voru svo þreyttir. Þeir unnu ótrúlega mikið í leiknum og því vildum við gera breytingu en við vonuðumst líka til að Eiður gæti komið inn með sína reynslu og skapað smá ró fyrir liðið,“ sagði Lars. „Það var gaman að sjá móttökurnar sem hann fékk. Eiður hefur átt ótrúlegan feril og gert svo mikið fyrir íslenskan fótbolta. Ég vil hrósa stuðningsmönnunum mikið fyrir að sýna honum þessa virðingu,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47 Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45 UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31 Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00
Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47
Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45
UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31
Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00