Ronaldo skaut beint í stöng og skoraði svo úr marki sem var dæmt af vegna rangstöðu. Íslendingar bera augljóslega enn nokkurn kala til Ronaldo eftir að hann kallaði Íslendinga metnaðarlausa og spáði því að þeir myndu ekkert gera á mótinu eftir að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í kjölfar jafnteflis Portúgal og Íslands á þriðjudaginn síðastliðinn.
„Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað,“ sagði Ronaldo en okkar menn fögnuðu stiginu vel í leikslok. „Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ sagði Ronaldo eftir leik.
Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland
Á Facebook-síðu Vísis létu sér fjölmargir líka við færsluna þar sem flutt var fréttin af vítaspyrnunni og ummælin við eru fjölmörg og nokkuð skondin sum hver. Því þó ekki sé rétt að hlæja að óförum annarra finnst mörgum hverjum Ronaldo hafa kallað það yfir sig eftir að hafa komið fram af miklum hroka, til að mynda þegar hann harðneitaði að skipta um treyju við fyrirliða landsliðs okkar, Aron Einar Gunnarsson.
Hver skoraði úr víti í kvöld? Ronaldo? ... nei, smásál frá Íslandi sem heitir Gylfi. #EmÍsland #stöngin
— Guðlaugur Kr. Jör. (@gullikr) June 18, 2016
Aldrei séð jafnmikil fagnaðarlæti og í EM-tjaldinu á Solstice þegar Ronaldo klúðraði vítinu #emísland #fotboltinet
— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) June 18, 2016
Ronaldo klúðraði víti, verða brækurnar hans ókeypis núna? #ISLHUN #ISLPOR #emísland #CR7 #PORAUT pic.twitter.com/HWIhEUkkfr
— símon rafn (@simonrfn) June 18, 2016
Fólk af öllum þjóðernum fagnaði ákaft á barnum á Intercontinental hótelinu í Marseille þegar Ronaldo klúðraði vítinu #emisland #PORAUT
— Elias Blondal G. (@eliasblondal) June 18, 2016
Ronaldo mun allavega ekki minnast þessa móts sem hans besta.. #lolaldo #EURO2016 #emisland
— Helga (@helga_thorey) June 18, 2016
Before you shit, make sure there's a toilet paper @Cristiano.#EURO2016 #emÍsland
— Starkaður Pétursson (@StarkadurPet) June 18, 2016
Hafðu þetta Ronaldo fyrir að gera lítið úr íslenska landsliðinu. #emísland #EURO2016 #segirsásemsjálfurer
— Lif Magneudottir (@lifmagn) June 18, 2016
Ronaldo að fá karmað eins og egg í andlit. Vítið í stöngina.#EMÍSLAND #POR #AUT
— Jón Gunnar Benjamíns (@JonGunnarBen) June 18, 2016
HAHAHA #emisland pic.twitter.com/9VWDaMygDr
— Gísli Magg (@gislimagg) June 18, 2016
Who's small minded now @Cristiano ? #emÍsland
— Guðjón Ingi (@gudjon_sig) June 18, 2016
Karma is a bitch @Cristiano ! Respect your opponents ! ALWAYS !! GO ICELAND #ICELAND #EURO2016 #ronaldo #emisland #islandem #fotboltinet
— Fjóla Benný Víðisd. (@FjolaBenny) June 18, 2016
Ronaldo er með "RESPECT" límt á sig. Mætti skoða það oftar eða læra skilgreininguna á því orði! #PORAUT #emísland
— Gunnar (@GunnarGustafs) June 18, 2016
Ronaldo gæti lært mikið af stràkunum okkar t.d. að skora ùr vìtum #emisland #isl #fotboltinet
— Sigurður Ingi Pálsso (@siggip23) June 18, 2016
Veit ekki hvor er að drulla meira á sig a þessu móti, Geir Magnússon eða Cristiano Ronaldo #EURO2016 #EMísland #fotboltinet
— Daníel Már (@djaniel88) June 18, 2016
Og svo mark dæmt af. Djöfull er leiðinlegt þegar Frú Karma bítur í rassinn á manni aftur og aftur og ..... #emísland
— Jóhannes Þór (@johannesthor) June 18, 2016
Ég sé að níðstöngin sem ég reisti til höfuðs Ronaldo eftir ummælin hans um daginn er að gera sitt. #emísland
— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) June 18, 2016