Portúgal hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa í F-riðli, fyrst gegn Íslandi á þriðjudaginn og svo gegn Austurríki í gærkvöldi.
Ronaldo verður ekki sakaður um að hafa ekki verið að reyna í leikjunum tveimur. Real Madrid-maðurinn átti 10 skot í báðum leikjunum og því 20 skot í heildina án þess að skora.
Til að setja þessar tölur í eitthvað samhengi, þá hefur Ronaldo átt fleiri skot en níu lið á EM.
20 – Cristiano Ronaldo (20 shots, 0 goals) has attempted more shots at #Euro2016 than nine other teams. Toil.Fjórtán af þessum 20 skotum hafa komið fyrir utan teig en aðeins sex inni í teignum. Ronaldo komst næst því að skora gegn Austurríki í gærkvöldi þegar vítaspyrna hans hafnaði í stönginni.
— OptaJoe (@OptaJoe) June 18, 2016
Þrátt fyrir svekkjandi úrslit í gær var leikurinn gegn Austurríki sögulegur fyrir Ronaldo.
Hann lék sinn 129. landsleik fyrir Portúgal í gær og sló þar með leikjamet Luís Figo með landsliðinu.
Leikurinn í gærkvöldi var einnig sextándi leikur Ronaldos í lokakeppni EM en hann er leikjahæstur í sögu keppninnar ásamt Frakkanum Lilian Thuram og Hollendingnum Edwin van der Sar.
Ronaldo fær vítaspyrnu sem hann setur í stöngina! Skorar svo mark sem dæmt er af vegna rangstöðu. Enn 0-0. #EMÍsland https://t.co/oi0xOFh5oq
— Síminn (@siminn) June 18, 2016