Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa

Gylfi Þór Sigurðsson hafði komið Íslandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lok leiksins.
Það voru níu þúsund Íslendingar á vellinum í kvöld og 21 þúsund Ungverjar. Stuðningsmenn beggja liða voru frábærir í kvöld - háværir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á Stade Vélodrome í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.
Tengdar fréttir

Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum
Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn.

Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar
Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn.

Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag.

Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel
Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag.

Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið
Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi.

Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig
Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar.