Innlent

Íslenskur stuðningsmaður rændur í Marseille í nótt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gísli var á meðal Íslendinga á stuðningsmannasvæðinu við ströndina í dag.
Gísli var á meðal Íslendinga á stuðningsmannasvæðinu við ströndina í dag. Vísir/Vilhelm
Gísli Þorkelsson, einn níu þúsund íslenskra stuðningsmanna sem verða á Stade-Vélodrome að styðja strákana okkar, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu um miðnætti í Marseille í gærkvöldi. Hann var rændur.

Gísli sagði í samtali við blaðamann Vísis í dag að hann hefði verið á gangi með vinum sínum á heimleið eftir að hafa farið út að borða í gærkvöldi. Leiðir skildu og skömmu síðar komu tveir menn upp að honum og fóru að spyrja hann með hvaða liði hann héldi á EM. Gísli var varla búinn að svara spurningunni þegar þeir sýndu honum hnífana.

Mennirnir höfðu af Gísla snjallsímann hans og einhverja peninga sem hann saknar ekki jafnmikið. Hins vegar er heldur vonlaust að vera símalaus á ferðalagi um Frakkland en Gísli lét engan bilbug á sér finna og spáir Íslandi sigri gegn Ungverjum.



 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×