Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júní 2016 15:00 Kjartan Darri gefur þá Rögnvar og Valdimar saman á meðan Ólafur tryggir það að öll pappírsvinna sé rétt unnin. Vísir/Nanna „Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
„Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna
Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30