Fótbolti

Óbreytt byrjunarlið Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal. Sömu menn byrja í dag.
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal. Sömu menn byrja í dag. Vísir/Vilhelm
Engin breyting er á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Ungverjalandi á EM í Frakklandi. Leikurinn er í F-riðli og fer fram á Stade Vélodrome í Marseille.

Allir komust heilir frá 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudag og gera landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson því enga breytingu á byrjunarliði Íslands.

Birkir Bjarnason, sem skoraði mark Íslands á þriðjudag, er eini leikmaðurinn í íslenska liðinu sem er á hættusvæði eftir að hafa fengið áminningu í leiknum gegn Portúgal. Ef hann fær aftur gult spjald í dag verður hann í banni gegn Austurríki í París á miðvikudag.

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2):

Markvörður:

Hannes Þór Halldórsson

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson

Ragnar Sigurðsson

Kári Árnason

Ari Freyr Skúlason

Miðjumenn:

Birkir Bjarnason

Aron Einar Gunnarsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Jóhann Berg Guðmundsson

Sóknarmenn:

Jón Daði Böðvarsson

Kolbeinn Sigþórsson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×