Fótbolti

EM-drottningin fundin í Marseille | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sá sem finnur einhvern í betra dressi sendir bara fax.
Sá sem finnur einhvern í betra dressi sendir bara fax. vísir/vilhelm
Stemningin er heldur betur að magnast í Marseille fyrir leik Íslands og Ungverjalands á EM 2016 í fótbolta en liðin mætast á Stade Vélodrome í Marseille klukkan 16.00.

Ungverjaland kemst í 16 liða úrslitin með sigri þökk sé óvæntum þremur stigum í fyrstu umferð gegn Austurríki en strákarnir okkar verða helst að vinna til að koma sér í góða stöðu og jafnvel skjóta sér í útsláttarkeppnina.

Íslenskir og ungverskir stuðningsmenn njóta lífsins í miðbæ Marseille og á stuðningsmannasvæðinu skammt frá vellinum en lífið við gömlu höfnina hefur verið mikið síðustu 48 klukkustundirnar.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar sem fylgja þessari frétt fyrir skömmu en þar má sjá að fólk hefur það ansi gott í þessari fallegu borg.

Sumir koma betur klæddir en aðrir á leikinn en íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir er að öllum líkindum búin að vinna þá keppni. Óhætt er að segja að hún komi til leiks klædd eins og sannkölluð íslensk EM-drottning.

Lögreglan er út um allt í borginni og er sérstaklega mikill viðbúnaður vegna látanna í stuðningsmönnum Englands og Rússlands við upphaf mótsins. Hún virðist þó ekkert þurfa að örvænta þar sem Íslendingar og Ungverjar eru orðnir miklir vinir eins og sjá má á myndunum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×