Portúgalar eru því með tvö stig fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni, líkt og Íslendingar, en Austurríki er aðeins með eitt stig. Ungverjar eru á toppi F-riðilsins með fjögur stig.
Það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Ronaldo í leiknum á Parc des Princes í kvöld. Hann skaut og skaut og reyndi og reyndi en án árangurs.
Ronaldo skoraði reyndar á 85. mínútu en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Nani skallaði einnig í stöngina í fyrri hálfleik og Robert Almer, markvörður Austurríkis, varði nokkrum sinnum vel.
Portúgalir fengu sitt besta færi á 79. mínútu þegar ítalski dómarinn Nicola Rizzoli dæmdi vítaspyrnu eftir að Martin Hinteregger togaði Ronaldo niður innan vítateigs. Real Madrid-maðurinn fór sjálfur á punktinn en skaut í stöng.
Síðustu tveir leikirnir í F-riðli fara fram á miðvikudaginn.
Ronaldo fær vítaspyrnu sem hann setur í stöngina! Skorar svo mark sem dæmt er af vegna rangstöðu. Enn 0-0. #EMÍsland https://t.co/oi0xOFh5oq
— Síminn (@siminn) June 18, 2016