Flogið undir löglegri flughæð á Þingvöllum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki verið til vandræða á Þingvöllum. vísir/Vilhelm „Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
„Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira