Fótbolti

Lars: Strákarnir geta ekkert sagt því þeir hafa aldrei verið á stórmóti áður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lars Lagerbäck var léttur.
Lars Lagerbäck var léttur. vísir/vilhelm
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, sagðist á blaðamannafundi íslenska liðsins í Marseille í dag ekki geta sagt til um það hvort Ungverjar myndu spila upp á jantefli á morgun.

Ungverjalandi er í frábærri stöðu í F-riðlinum eftir glæsilegan en mjög óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferðinni. Jafntefli gegn Íslandi fleytir liðinu mjög líklega í 16 liða úrslitin.

„Það er erfitt að svara þessu því ég þekki þjálfarann ekki það vel. Fjögur stig ættu samt að vera nóg,“ sagði Lars á blaðamannafundinum í dag.

„Allir þjálfararnir á mótinu vilja ná sem bestum árangri. Þriðja sætið gæti þýtt að þú hvílir aðeins í tvo daga á milli leikja þannig ég tel að þjálfari Ungverjaland vilji nú eflaust þrjú stig á morgun þannig hann geti komist hærra í riðlinum.“

Lars var spurður út í upplifun sína af mótinu til þessa með íslenska liðinu sem er hér í fyrsta sinn. Sjálfur er hann á sínu fjórða Evrópumóti og sjöunda stórmóti í heildina.

„Hótelið er mjög gott. Þetta er besta hótel sem ég hef verið á á stórmóti. Ég veit ekki hvort leikmennirnir eru sammála en þeir svo sem vita ekkert um það þar sem þeir hafa aldrei verið á stórmóti áður,“ sagði Svíinn léttur og uppskar hlátrasköll í salnum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×