Erlent

Stuðningsmaður Norður-Íra lést á leiknum gegn Úkraínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norður-Írar fagna gegn Úkraínu í gær.
Norður-Írar fagna gegn Úkraínu í gær. Vísir/GEtty
Stuðningsmaður Norður-Írlands í knattspyrnu lést á Stade de Lyon í gærkvöldi þar sem hans menn lögðu Úkraínu að velli 2-0 á Evrópumótinu í knattspyrnu. 

Robert Rainey, betur þekktur sem Archie, fékk hjartaáfall í þann mund sem leikurinn var að hefjast klukkan 18 að staðartíma. Fjölskylda hans segir Rainey hafa látist á þeim stað þar sem hann unni sér best, knattspyrnuvellinum. BBC greinir frá og vísar í tilkynningu frá ættingjum.

Rainey er annar aðdáandi Norður-Írlands sem lætur lífið í Frakklandi í vikunni. 24 ára stuðningsmaður, Darren Rodgers, lét lífið á mánudag eftir að hafa fallið af svölum í Nice. Stuðningsmenn Norður-Írlands léku með sorgarbönd í gær af þeim sökum. Þá var þögn á meðal stuðningsmanna á 24. mínútu til heiðurs Rodgers.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×