Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 22:27 Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm. Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm.
Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30