Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 22:27 Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm. Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm.
Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30