Íslendingarnir sagðir vera til fyrirmyndar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason með íslenska áhangendur í baksýn að loknum leik Íslands og Portúgals á EM í fótbolta. vísir/Vilhelm Íslendingar stóðu sig ekki einvörðungu frábærlega innan vallar þegar íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi, heldur var hegðun fjölmargra stuðningsmanna Íslands í Saint-Étienne í fyrradag til fyrirmyndar. Þetta segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið sem ræddi við hann í Annecy, bækistöðvum íslenska liðsins, í gær. „Það var ótrúlegt að horfa á þá meðan á leiknum stóð en ekki var síðra að ræða við þá sem sjá um öryggismál á vellinum. Yfirmaðurinn í Saint-Étienne var í skýjunum yfir framferði íslensku stuðningsmannanna,“ segir Víðir en reikna má með að minnst sjö þúsund stuðningsmenn Íslands hafi verið á leiknum. „Þeir voru ekki bara háværir og hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir til sóma. Við fengum líka frábærar umsagnir um þá frá þeim sem sjá um opnu stuðningsmannasvæðin (e. fan zone). Ég er því stoltur Íslendingur í dag.“ Víðir segir að hann hafi enga tilkynningu fengið um mál sem hafi komið upp í tengslum við íslenska áhorfendur í Saint-Étienne. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína í miðbæ borgarinnar strax um hádegisbilið og nutu blíðunnar þar til þeir héldu á leikvanginn undir kvöldið. „Það getur vel verið að einhver mál hafi komið upp sem ég hef ekki heyrt um. En það eru engin stórmál í gangi og allir þeir öryggisaðilar sem við erum í samskiptum við eru mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir við að stuðningsmenn Portúgals hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar. „Það var enginn aðskilnaður á milli stuðningsmanna í stúkunni. Portúgalar voru í okkar hópi og öfugt. En það komu engin vandamál upp, sem er meiriháttar. Það virtist öllum vel til vina.“ Ísland á næsta leik sinn á laugardag, gegn Ungverjalandi í Marseille. Þar létu rússneskar og enskar fótboltabullur öllum illum látum fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Víðir segir að sú uppákoma muni ekki hafa áhrif. „Allt sem snýr að Íslandi liggur ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir þá ferð hefst í dag [í gær] og leikmenn í liðinu munu þá fá allar upplýsingar um hvernig málum verði háttað. Við eigum ekki von á að neitt sem gerðist í Marseille um helgina hafi áhrif á það sem við munum gera, hvorki fyrir leikmenn né stuðningsmenn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Íslendingar stóðu sig ekki einvörðungu frábærlega innan vallar þegar íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi, heldur var hegðun fjölmargra stuðningsmanna Íslands í Saint-Étienne í fyrradag til fyrirmyndar. Þetta segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið sem ræddi við hann í Annecy, bækistöðvum íslenska liðsins, í gær. „Það var ótrúlegt að horfa á þá meðan á leiknum stóð en ekki var síðra að ræða við þá sem sjá um öryggismál á vellinum. Yfirmaðurinn í Saint-Étienne var í skýjunum yfir framferði íslensku stuðningsmannanna,“ segir Víðir en reikna má með að minnst sjö þúsund stuðningsmenn Íslands hafi verið á leiknum. „Þeir voru ekki bara háværir og hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir til sóma. Við fengum líka frábærar umsagnir um þá frá þeim sem sjá um opnu stuðningsmannasvæðin (e. fan zone). Ég er því stoltur Íslendingur í dag.“ Víðir segir að hann hafi enga tilkynningu fengið um mál sem hafi komið upp í tengslum við íslenska áhorfendur í Saint-Étienne. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína í miðbæ borgarinnar strax um hádegisbilið og nutu blíðunnar þar til þeir héldu á leikvanginn undir kvöldið. „Það getur vel verið að einhver mál hafi komið upp sem ég hef ekki heyrt um. En það eru engin stórmál í gangi og allir þeir öryggisaðilar sem við erum í samskiptum við eru mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir við að stuðningsmenn Portúgals hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar. „Það var enginn aðskilnaður á milli stuðningsmanna í stúkunni. Portúgalar voru í okkar hópi og öfugt. En það komu engin vandamál upp, sem er meiriháttar. Það virtist öllum vel til vina.“ Ísland á næsta leik sinn á laugardag, gegn Ungverjalandi í Marseille. Þar létu rússneskar og enskar fótboltabullur öllum illum látum fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Víðir segir að sú uppákoma muni ekki hafa áhrif. „Allt sem snýr að Íslandi liggur ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir þá ferð hefst í dag [í gær] og leikmenn í liðinu munu þá fá allar upplýsingar um hvernig málum verði háttað. Við eigum ekki von á að neitt sem gerðist í Marseille um helgina hafi áhrif á það sem við munum gera, hvorki fyrir leikmenn né stuðningsmenn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira