Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Bátar beggja hliða Brexit-deilunnar sigldu eftir ánni Thames fyrir utan þinghúsið í gær. Hiti var í fólki og hrópaði söngvarinn Bob Geldof, sem er andvígur Brexit, ókvæðisorð að Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins. Nordicphotos/AFP George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, deildi í gær sviði með fyrirrennara sínum, Alistair Darling, þar sem þeir vöruðu við mögulegum afleiðingum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir að hækka þurfi skatttekjur ríkisins um fimmtán milljarða punda og lækka ríkisútgjöld um svipaða upphæð, að jafngildi um 2.600 milljarða íslenskra króna. Meðal annars sagði Osborne að skera þyrfti niður í heilbrigðiskerfinu, menntun, varnarmálum og löggæslu. Tölurnar sagði Osborne byggðar á niðurstöðum Institute for Fiscal Studies á efnahagslegum áhrifum brotthvarfs. Meðal annars vegna breytinga á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir meðal annars að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í allt að tvö ár.George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.„Brotthvarf úr Evrópusambandinu mun hafa í för með sér efnahagslegt áfall sem myndi steypa Bretlandi í annað hrun,“ sagði Osborne í gær. Ummæli Osbornes féllu þó í grýttan jarðveg hjá þeim samflokksmönnum hans í Íhaldsflokknum sem aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain Duncan Smith, Liam Fox og Owen Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta leyft Osborne að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var eftir þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin lofaði því meðal annars í stefnu sinni að tekjuskattur og virðisaukaskattur myndu ekki hækka á kjörtímabilinu. „Okkur finnst ótrúlegt að fjármálaráðherra hóti að svíkja svo mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni. „Það er fáránlegt að segja að ef fólk vilji taka stjórnartaumana af Evrópusambandinu muni hann refsa því með þessum hætti,“ bættu þremenningarnir við. Þá segja þeir stöðu Osbornes einkar veika yrðu ályktanir hans að veruleika. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman myndu 47 prósent Breta kjósa að yfirgefa Evrópusambandið en 44 prósent áframhaldandi veru. Kosið verður 23. júní næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, deildi í gær sviði með fyrirrennara sínum, Alistair Darling, þar sem þeir vöruðu við mögulegum afleiðingum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir að hækka þurfi skatttekjur ríkisins um fimmtán milljarða punda og lækka ríkisútgjöld um svipaða upphæð, að jafngildi um 2.600 milljarða íslenskra króna. Meðal annars sagði Osborne að skera þyrfti niður í heilbrigðiskerfinu, menntun, varnarmálum og löggæslu. Tölurnar sagði Osborne byggðar á niðurstöðum Institute for Fiscal Studies á efnahagslegum áhrifum brotthvarfs. Meðal annars vegna breytinga á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir meðal annars að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í allt að tvö ár.George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.„Brotthvarf úr Evrópusambandinu mun hafa í för með sér efnahagslegt áfall sem myndi steypa Bretlandi í annað hrun,“ sagði Osborne í gær. Ummæli Osbornes féllu þó í grýttan jarðveg hjá þeim samflokksmönnum hans í Íhaldsflokknum sem aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain Duncan Smith, Liam Fox og Owen Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta leyft Osborne að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var eftir þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin lofaði því meðal annars í stefnu sinni að tekjuskattur og virðisaukaskattur myndu ekki hækka á kjörtímabilinu. „Okkur finnst ótrúlegt að fjármálaráðherra hóti að svíkja svo mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni. „Það er fáránlegt að segja að ef fólk vilji taka stjórnartaumana af Evrópusambandinu muni hann refsa því með þessum hætti,“ bættu þremenningarnir við. Þá segja þeir stöðu Osbornes einkar veika yrðu ályktanir hans að veruleika. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman myndu 47 prósent Breta kjósa að yfirgefa Evrópusambandið en 44 prósent áframhaldandi veru. Kosið verður 23. júní næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira