Leiðast seinlegar samningaviðræður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT. vísir/Anton Brink „Okkur er farið að leiðast þófið og hefðum viljað sjá skilvirkari vinnubrögð. Við vorum að vonast eftir því að með þeirri ákvörðun að vísa viðræðum til ríkissáttasemjara kæmi meiri skilvirkni í hlutina,“ segir Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum(FT). Félagsmenn hafa nú verið samningslausir í rúmt hálft ár og engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu FT við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sigrún segir yfirstandandi kjarasamninga mikilvæga þegar litið er til þess sem er í umræðunni núna, að taka í notkun nýtt samningalíkan á vinnumarkaði að norrænni fyrirmynd í næstu kjarasamningslotu. „Þegar þú ferð inn í slíkt kerfi sýnir reynsla kollega okkar frá Norðurlöndum að launastaða hópa í slíku kerfi tekur ekki breytingum eftir að kerfin hafa verið tekin í notkun, hér skiptir upphafsstaðan öllu máli, þú ert fastur á þeim stað sem þú varst á í launastiganum þegar af stað er farið,“ segir Sigrún og bætir við: „Þar sem við misstum úr eina umferð í kjarasamningum árið 2008 og hefur ekki enn tekist að ná okkar fyrri stöðu leggjum við ofuráherslu á að okkar hlutur verði leiðréttur núna og störfin ekki gjaldfelld.“ Hún segir bilið á milli þeirra launa sem félagsmenn FT vilja og þeirra sem SÍS býður ekki svo langt að það sé ekki brúanlegt en þó sé nokkurt bil á milli. „Þó svo við myndum ákveða að nýta eina úrræðið sem við höfum samkvæmt lögum, vinnustöðvun, í þessum aðstæðum, þá tel ég slíkt úrræði í reynd ekki raunhæfan kost lengur fyrir hópa eins og okkur. Í verkfallinu sem við beittum síðast varð ávinningurinn minni en við höfðum vonast til. Við höfðum ekki mikið um það að segja hvernig lyktir urðu svo ekki sé meira um það sagt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Sjá meira
„Okkur er farið að leiðast þófið og hefðum viljað sjá skilvirkari vinnubrögð. Við vorum að vonast eftir því að með þeirri ákvörðun að vísa viðræðum til ríkissáttasemjara kæmi meiri skilvirkni í hlutina,“ segir Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum(FT). Félagsmenn hafa nú verið samningslausir í rúmt hálft ár og engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu FT við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sigrún segir yfirstandandi kjarasamninga mikilvæga þegar litið er til þess sem er í umræðunni núna, að taka í notkun nýtt samningalíkan á vinnumarkaði að norrænni fyrirmynd í næstu kjarasamningslotu. „Þegar þú ferð inn í slíkt kerfi sýnir reynsla kollega okkar frá Norðurlöndum að launastaða hópa í slíku kerfi tekur ekki breytingum eftir að kerfin hafa verið tekin í notkun, hér skiptir upphafsstaðan öllu máli, þú ert fastur á þeim stað sem þú varst á í launastiganum þegar af stað er farið,“ segir Sigrún og bætir við: „Þar sem við misstum úr eina umferð í kjarasamningum árið 2008 og hefur ekki enn tekist að ná okkar fyrri stöðu leggjum við ofuráherslu á að okkar hlutur verði leiðréttur núna og störfin ekki gjaldfelld.“ Hún segir bilið á milli þeirra launa sem félagsmenn FT vilja og þeirra sem SÍS býður ekki svo langt að það sé ekki brúanlegt en þó sé nokkurt bil á milli. „Þó svo við myndum ákveða að nýta eina úrræðið sem við höfum samkvæmt lögum, vinnustöðvun, í þessum aðstæðum, þá tel ég slíkt úrræði í reynd ekki raunhæfan kost lengur fyrir hópa eins og okkur. Í verkfallinu sem við beittum síðast varð ávinningurinn minni en við höfðum vonast til. Við höfðum ekki mikið um það að segja hvernig lyktir urðu svo ekki sé meira um það sagt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent