Lífið

Blaðamaður BBC lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er ekki ofsögum sagt að jafntefli íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við það portúgalska á Evrópumótinu í gær hafi vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla og almennings erlendis. Það er þó ekki aðeins frammistaða strákanna sem fangað hefur athyglina heldur einnig frammistaða íslensku stuðningsmannanna sem fjölmenntu á leikinn en 8000 Íslendingar voru mættir til St. Etienne í gær til að styðja við bakið á landsliðinu.

Þannig var blaðamaður Breska ríkisútvarpsins, BBC, lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna ef marka má textalýsingu á vef BBC. Söngurinn sem um ræðir er þar sem klappað er í takt við tvo trommuslög, og má sjá í spilaranum hér að ofan, en um þetta sagði blaðamaðurinn í textalýsingu á 65. mínútu leiksins:

“The Iceland fans have found their voice with a menacing, synchronised chant. Scary stuff.”

Þetta gæti útlagst svona á íslensku:

„Íslensku stuðningsmennirnir hafa fundið sína rödd með ógnvænlegum samhæfðum söng. Ógnvekjandi dót.“

Þá er einnig fjallað um íslensku stuðningsmennina á vefsíðu Independent þar sem vitnað er í umræður á samfélagsmiðlum um söngvana. Þar sagði einn þá meðal annars jafn ógnvekjandi og heill her af víkingum en sjá má nokkur tíst hér að neðan auk hópsöngs stuðningsmannanna þegar þeir tóku lagið „Ég er kominn heim“ á vellinum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×