Lífið

Svona var stemningin fyrir utan leikvanginn í St. Etienne í gærkvöldi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Stemningin var mögnuð fyrir utan leikvanginn eftir 1-1 jafntefli strákanna okkar við Portúgal í gærkvöldi. Átta þúsund stuðningsmenn öskruðu úr sér lungun og gott betur en það.

Björn Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason voru í beinni útsendingu frá leikvanginum eftir leik og tóku stuðningsmenn á öllum aldri tali. Margir hverjir voru orðlausir á meðan aðrir höfðu allt á hreinu.

Upptöku frá útsendingunni má sjá í spilaranum að ofan.

Fleiri tóku stuðningsmenn tali

Ef portúgölsku stuðningsmennirnir voru jafn svekktir og Christiano Ronaldo eftir leikinn í gær, þá náðu þeir að fela það betur. Blaðamaður breska dagblaðsins Mirror var á vellinum í gær og gerði í kjölfar jafnteflisins skondna grein um hvað hafi farið í gegnum huga fyrirliða portúgalska landsliðsins á meðan á leiknum stóð.

Undir greininni má svo sjá þegar stuðningsmenn beggja liða gengu frá leikvanginum í St. Etienne í gærkvöldi og þar má sjá nokkra Íslendinga „fagna eins og þeir hafi unnið Evrópumeistaramótið“ eins og Ronaldo orðaði það.

Ef til vill kannast einhver við félaga sína í myndbandinu sem hægt er að sjá neðst á síðunni hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×